Kókosolía

Ég elska kókosolíu!

Frábært ráð fyrir húðina sem verður oft mjög þurr í kuldanum á veturna er að smyrja á hana kókosolíu áður en farið er í bað eða sturtu. Ef tíminn er nægur er mjög gott að þurrbursta húðina fyrst en það er mjög gott fyrir húðina að fjarlægja dauðar húðfrumur og örva blóðflæði. Sumir segja jafnvel að það örvi afeitrun líkamans en um það eru ekki allir sammála þó þeir geti komið sér saman um að það er gott fyrir húðina.

Þegar húðin er komin með olíulag þá þornar hún ekki eins af vatninu en það segir sig sjálft að ef notað er mikið magn af sápu um allan líkamann minnkar ávinningurinn.

Svo er bara að þurrka létt og leyfa olíunni að vinna sitt verk. Það er til lyktarlaus kókosolía ef það er takmörkuð löngun í að anga eins og suðrænn kokteill.

Auglýsingar

Hveitikímolía

Þvílík bomba sem þessi olía er!

Mig vantaði góðar olíur í fæðuna auk omega/lýsis pillanna sem ég tek svo ég ákvað að kaupa flösku af einhverju fíneríi og prófa. Eiginlega ætlaði ég að kaupa hörfræolíu en hún var uppseld og þessi var í hillunni svo ég tók hana bara.

Ég byrjaði að taka hana 4. júlí og er búin að vera samviskusöm síðan við að taka 1 msk á dag.  Það er mesta E-vítamín innihald sem nokkur jurtaolía inniheldur þarna á ferðinni svo um sérstaklega öfluga andoxunarolíu er að ræða.  Þessi olía er einstaklega græðandi og hefur verið notuð á húð bæði ein og sér sem og íblönduð í snyrtivörur.

Erfið húð s.s. þurrkur, exem, bruni og sár hafast betur við ef svona olía er borin á, það hef ég prófað undanfarið á mína ofurviðkvæmu sólbrunnu húð – á annan helminginn hef ég borið hið klassíska aloe vera/gúrku gel en á hinn hef ég borið hveitikímolíuna og niðurstaðan var afgerandi hveitikímolíunni í hag.  Annað sem ég reyndi var að setja hana á þurrkubletti á húðinni og jú hún virkar vel en mér finnst hún of dýr til að maka henni yfir allan kroppinn svo ég set hana í kringum augu, á háls og bringu (ellimerkin) og ég sé og finn mun núna, ég er ekki eins þurr og strekkt.  Annars nota ég kókosolíu sem húðkrem og set hana á þurrburstaða (ekki samt 100% dugleg að þurrbursta sko, ég er ekki heilög í heilsubrjálæðinu) og fer svo í sturtu.  Þannig næri ég húðina án þess að verða ofurfeit og klístruð.

En já hveitikímolía er snilld fyrir húðina – tjékk!

Já og hárið, ég er svo heppin að hafa mjög, mjög, mjög þykkt hár og mikið af því, alveg niður fyrir mitti en ég er svo óheppin að hafa exem í hársverðinum (ógeð já) sem erfitt hefur verið að ná tökum á.  Ég hef fengið sterakrem og sjampó (með ógeðslykt) fyrir þetta ástand en það hefur lítið hjálpað.  Ólífuolía var ekki að gera gagn, hún er svo þykk og erfitt að vaska hana burtu.  Kókosolía er nokkuð góð og ef ég sef með hana yfir nótt í hárinu þá gróa flest sár og hárið er exem frítt í sirka viku.  Ég prufaði hveitikímið á exemfjandann og það hvarf þar sem ég setti olíuna og hefur verið í burtu í tvær vikur en það er sama með hárið og kroppinn, olían er of dýr til að hella yfir allt hárið.  Reyndar er hægt að nota afganginn í húð og hár því það er mælt með að nota hana innan mánaðar þ.e. fyrir inntöku en ég held að það hljóti að vera í lagi með hana útvortis ögn lengur.

Nú bíð ég bara og vona að hún smyrji mig alla að innan og ég fái góða hreyfigetu í kroppinn, enn minni verki og þarna sé komin einn naglinn enn í líkkistu vefjagigtarinnar sem hefur pínt mig síðustu ár.  Því ef ég hef lært eitthvað á því að fá þann leiða sjúkdóm/heilkenni þá er það þolinmæði og ég veit að ég þarf að gefa öllu svona góðan séns. Það verður umfjöllunarefni eftir næstu flösku!

Annars er ýmislegt gott eignað þessari olíu s.s. hjartaheilsa, blóðrás, ofnæmis og taugakerfi gæti batnað auk þess sem heilbrigður frumuvöxtur og endurnýjun örvast.

Tveir gallar eru á þessari annars frábæru afurð; verðið er frekar hátt og bragðið er fjandi vont eiginlega soldið eins og olíumálning!

Já og að lokum bendi ég þeim á sem vilja prófa að taka selen með þessu þar sem selen og E-vítamín vinna saman.

Augabrúnir

%d bloggurum líkar þetta: