Kartöflubuff

PhotoGrid_1417913381852

 

Af því að ég hef aldrei borðað kjöt þá var aðalrétturinn ansi oft kartöflur og sósa eða kartöflur og smjör þegar ég var krakki. Einhver hefði haldið að kartöflur yrðu matur sem yrði því sneitt hjá þegar ég færi að stýra úrvalinu sjálf. Aldeilis ekki.

Ég elska kartöflur og kartöflurétti. Já og kartöflubuff.

Hér er uppskrift kvöldsins.

  • 10 kartöflur soðnar
  • Sæt paprika, smátt söxuð, (þessi langa mjóa sem er eins og chili)
  • maísbaunir
  • 2 msk kókosolía
  • hálf dós sheese cheddar style (þetta er vegan valkostur annars ostarúlla með mexíkóblöndu)

Allt í hrærivélina, þeir sem vilja nota egg geta leyft sér að hræra minna en ég hrærði bara í klessu. Móta klatta, velta úr raspi og inn í ofn undir grillið.

Salatið var spínat, sæt paprika, mangó, kóríander og steinselja. Allt saxað mjög mjög smátt.

Sósan til að kæla buffið, því græðgin er auðvitað svo mikil að ekki er hægt að bíða eftir ða það kólni. Sveppasósa eða eins og strákarnir mínir vilja helst carbonara með öllum mat.

Auglýsingar

Um Dagdreymir
Dagdreymir er áhugakona um heilsusamlegan lífsstíl s.s. mat sem lyf fyrir líkama og sál, bætiefni, íþróttir og lausnir frá vefjagigt. Dagdreymir er líka forfallinn bókaormur, félagsfræðingur, ADHD-skvísa, femínisti, AA-pía, móðir, nörd, kjaftfor og hreinskilin með rokkstjörnudauma….. alveg svakalega viðutan og dagdreymin………………..

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: