Kartöflubuff
desember 7, 2014 Færðu inn athugasemd
Af því að ég hef aldrei borðað kjöt þá var aðalrétturinn ansi oft kartöflur og sósa eða kartöflur og smjör þegar ég var krakki. Einhver hefði haldið að kartöflur yrðu matur sem yrði því sneitt hjá þegar ég færi að stýra úrvalinu sjálf. Aldeilis ekki.
Ég elska kartöflur og kartöflurétti. Já og kartöflubuff.
Hér er uppskrift kvöldsins.
- 10 kartöflur soðnar
- Sæt paprika, smátt söxuð, (þessi langa mjóa sem er eins og chili)
- maísbaunir
- 2 msk kókosolía
- hálf dós sheese cheddar style (þetta er vegan valkostur annars ostarúlla með mexíkóblöndu)
Allt í hrærivélina, þeir sem vilja nota egg geta leyft sér að hræra minna en ég hrærði bara í klessu. Móta klatta, velta úr raspi og inn í ofn undir grillið.
Salatið var spínat, sæt paprika, mangó, kóríander og steinselja. Allt saxað mjög mjög smátt.
Sósan til að kæla buffið, því græðgin er auðvitað svo mikil að ekki er hægt að bíða eftir ða það kólni. Sveppasósa eða eins og strákarnir mínir vilja helst carbonara með öllum mat.