Yin Yoga

Jóga er líklega uppbokáhaldshreyfingin mín. Kannski vegna þess að það er til jóga fyrir hverja stund, stað, ástand og viðhorf. Þegar ég er mikið pínd af fibro finnst mér frábært að taka smá session af Yin Yoga.

Í Yin Yoga er áherslan á að halda stöðunum lengi, 2-10 mínútur er algengt. Þá er ekki markmiðið að fara sem lengst inn í hverja stöðu heldur að fara hægt og rólega inn í stöðuna og halda henni svo. Ekki á þó að halda aftur af sér heldur hlusta á líkamann og fara lengra eða draga sig til baka eftir þörf en best er að halda, vera kyrr og læra að vera í núinu. Oft er erfitt að kyrra hugann og fá líkamann til að slaka á og vera hreyfingarlausan. Við erum oft með kæki, kippi, fitl og ið sem við tökum ekki eftir fyrr en við eigum að vera kyrr. Í Yin Yoga gefst gott tækifæri til að skoða sjálfan sig á þennan hátt.

Yin Yoga teygir ekki bara á vöðvunum heldur einnig á tengivef; sinum og fasciunni sem umlykur líkamann. Að teygja vöðva og lengja hann þannig að lenging sé sársaukalaus er ferli sem tekur styttri tíma en að teygja og lengja tengivefinn. En til þess a teygja tengivefinn þarf að halda teygjunni lengi, jafnvel tíu mínútur. Þess vegna er mikilvægt fyrir alla jóga að stunda reglulega Yin Yoga til að hjálpa til við að ná framförum. Yin er ekki bara gagnlegt fyrir jóga heldur eins og allt jóga, gott fyrir alla til að lengja vöðva, auka blóðflæði, tengja huga og öndun við hreyfingu líkamans og hlusta á líkamann.

Mér finnst gott að vera með tónlist öðru hvoru, sérstaklega þegar ég tek mjög langar stöður og held hverri stöðu í 5-15 mínútur. Einhvern vegin er líkaminn léttur, slakur og kátur þegar Yin Yoga sessionið er búið og það besta er að í næsta jógatíma finnur maður oft árangurinn þegar líkaminn leyfir manni að fara lengra inn í stöður sem maður var jafnvel staðnaður í.

Hér er viðhengd bók um Yin Yoga eftir Bernie Clark. Ef þið eruð að jóga heima og notið tæknina til að mæta í on-line tíma þá er Bernie með tíma á My Yoga Online, það kostar að vera áskrifandi en fyrir áskriftina fær maður fullt af jógatímum, hugleiðslu og kennslutímum. Hér kennir Bernie t.d. tíma sem endar í hanumanasana/splittum og hér kennir hann YinYoga tíma.

Hér viðhangandi er bókin.

Complete Guide to Yin Yoga

Auglýsingar

Um Dagdreymir
Dagdreymir er áhugakona um heilsusamlegan lífsstíl s.s. mat sem lyf fyrir líkama og sál, bætiefni, íþróttir og lausnir frá vefjagigt. Dagdreymir er líka forfallinn bókaormur, félagsfræðingur, ADHD-skvísa, femínisti, AA-pía, móðir, nörd, kjaftfor og hreinskilin með rokkstjörnudauma….. alveg svakalega viðutan og dagdreymin………………..

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: