Butternut squash súpa

??????????????????????????????? Ein sú besta sem ég hef smakkað. Fyrsta skipti sem ég bý til eitthvað úr butternut graskeri og það lukkaðist svona líka vel, verður pottþétt keypt oftar.
Ég er að forðast glúten þessa dagana til að sjá hvort það hjálpar við fibro svo þessi súpa er 100% vegan, glutenlaus og sjúklega góð.

Uppskriftin er mín en innblásin af ýmsum uppskriftum sem ég skoðaði þegar ég var að ákveða hvernig ég ætlaði að matreiða hið nýkeypta grasker.

Innihaldsefni og aðferð

 • 2 msk kókosolía
 • 1 laukurbutternut soup
 • 1 rauður chilli
 • 6 cm engifer, afhýtt og sneitt

Sett í pott og mallað þar til laukurinn er glær

 • 1 butternut grasker
 • 2 gulrætur

Afhýtt, fræhreinsað, skorið í bita. Sett út í lauk/chili/engifer blönduna og látið hitna aðeins í 5-10 mín áður en soðið er sett saman við.

 • 5 bollar soð að eigin vali, eflaust er hægt að nota hreint vatn líka því súpan er nokkuð sterk.
 • 2 msk kóríander fræ, soðin með en svo síðu frá.
 • Val um kókosmjólk, nota þá 1-2 dl. Gott fyrir þá sem vilja kremaðri súpu og þá sem ekki vilja sterkan mat.

Kryddin fara því næst í pottinn en ég notaði

 • 1/2 tsk cayenne pipear
 • 1 tsk himalaya salt
 • 2 tsk Korma kryddblanda
 • 1 tsk karrý

Þetta fékk að malla í 20 mínútur. Síðan var töfrasprotinn dreginn fram og súpan maukuð.

Frábært með kotasælu og fallegu grænmeti. Næst ætla ég að baka með brauð úr kókoshveiti og set inn uppskrift þegar ég er búin að hanna brauð sem ég er ánægð með. Annars er þetta brauð alltaf klassi með.

Hitaeiningar og næringarefni skv. FitnessPal.

kkak

Auglýsingar

Um Dagdreymir
Dagdreymir er áhugakona um heilsusamlegan lífsstíl s.s. mat sem lyf fyrir líkama og sál, bætiefni, íþróttir og lausnir frá vefjagigt. Dagdreymir er líka forfallinn bókaormur, félagsfræðingur, ADHD-skvísa, femínisti, AA-pía, móðir, nörd, kjaftfor og hreinskilin með rokkstjörnudauma….. alveg svakalega viðutan og dagdreymin………………..

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: