Gulrótar og sætkartöflusúpa – A-bomba

Æðisleg súpa sem má setja í krukkur og frysta og taka svo með í nesti í vinnuna.

Þessi súpa er auðvitað stútfull af vítamínum; gulræturnar gefa A – vítamín í ofurskammti sem kókosolían hjálpar til við að leysa út þar sem þetta er fituleysanlegt vitamín og sætu kartöflurnar bæta enn meira A – vítamíni við svo enginn ætti að vera náttblindur sem borðar þessa súpu reglulega.

A – vítamín gegnir mörgum hlutverkum og hjálpar meðal annars til við að viðhalda góðri sjón og heilbrigðum augum, hefur góð áhrif á húð og ónæmiskerfi auk þess sem það er andoxandi.

Súpan er svona:carrotsp

1,5 kg sætar kartöflur, afhýddar og skornar í bita

1 kg gulrætur, þvegnar eða flysjaðar, skornar í bita

2 paprikur rauðar, ég notaði sætar

1 rauður chilli saxaður og fræhreinsaður

2 tsk engiferduft

1 matskeið kókosolía

salt, eftir smekk

svartur pipar, eftir smekk

Aðferðin:

Gulrætur og sætar kartöflur eru soðnar. Eftir suðu eru þær kældar aðeins og svo set ég þær í blandarann. Þeir sem eiga töfrasprota geta sprotað þetta heitt. Ekki mauka alveg í slepju, heldur hafa smá áferð á súpunni.

Paprikan sett í blandarann ásamt chilliinu, hýði síað frá.

Allt sett í pott ásamt 3 lítrum af vatni og látið krauma í hálftíma.

Súpan er enn betri upp???????????????????????????????hituð og ég set hana ekki í krukkur fyrr en á öðrum degi.

Þetta er mjög gott með kotasælu. Ekki skemmir fyrir að hafa nýbakað brauð með en ég bakaði Sollu-brauð (uppskriftin aftan á Spelt pökkunum) en jók aðeins kókosmjölið í tæpan bolla og hafði bolla af AB mjólk og bolla af sjóðandi vatni, einnig bætti ég við sesamfræjum (1/3 bolla) og sólþurrkuðum tómötum sem ég saxaði (tæpan bolla).

All for now

Auglýsingar

Um Dagdreymir
Dagdreymir er áhugakona um heilsusamlegan lífsstíl s.s. mat sem lyf fyrir líkama og sál, bætiefni, íþróttir og lausnir frá vefjagigt. Dagdreymir er líka forfallinn bókaormur, félagsfræðingur, ADHD-skvísa, femínisti, AA-pía, móðir, nörd, kjaftfor og hreinskilin með rokkstjörnudauma….. alveg svakalega viðutan og dagdreymin………………..

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: