BólguBanaBomba

Hér er uppskrift að líkamsmaska/skrúbbi (sem má breyta í krem) og er dásemdin ein sérstaklega þegar maður er bólginn, með strengi og aumur.

  1. Taka 10 -15 cm engiferrót (1-2 cm breið) og raspa hana niður í drasl með hníf/skeið eða rifjárni.
  2. Mauka (blandara/töfrasprota/matvinnsluvél) vel rifna engiferið út í 1 msk túrmerik og 1 tsk svartan pipar – setja í 1/4 bolla kókosolíu og bodyskrúbb tilbúið
  3. Smyrja þessu á þig með ást og umhyggju

Fínt er að sjóða engifer í vatn og hella út í baðvatnið og liggja í bleyti í þessum skrúbbi. Vatnið eykur enn áhrifin af engiferinu sem smýgur inn í húðina. Manni verður notalega heitt í húðinni við þetta.

  1. í baðið fer rifin engiferrót c-a. jafnmikið og í maskann en þú setur engiferið í pott með 2 l af vatni. Sjóða mjög vel og sía svo hratið/mulið frá og setja engifervatnið í baðið.
  2. Liggja smurð í kókos/engiferskrúbbinu í engifervatninu í 15-30 mínútur.


Þurrka létt eftir baðið, þú ilmar yndislega á eftir og líður vonandi betur:)

Engiferkrem er hægt að hræra úr rifinni rót og kókosolíu, það þarf þolinmæði og góðan blandara/töfrasprota til að gera það silkimjúkt en það er þess virði.

Smyrja sig fyrir baðferðir, fyrir svefninn og kósikvöld heima. Æðislegt á þreytta fætur og aumar axlir.

Engifer er bólgueyðandi, kókosolían er mýkjandi, saman er þetta vellíðunarkombó.

Mynd kemur síðar.

Auglýsingar

Um Dagdreymir
Dagdreymir er áhugakona um heilsusamlegan lífsstíl s.s. mat sem lyf fyrir líkama og sál, bætiefni, íþróttir og lausnir frá vefjagigt. Dagdreymir er líka forfallinn bókaormur, félagsfræðingur, ADHD-skvísa, femínisti, AA-pía, móðir, nörd, kjaftfor og hreinskilin með rokkstjörnudauma….. alveg svakalega viðutan og dagdreymin………………..

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: