Orkustykki

Hér er einföld uppskrift að heimagerðu sælgæti sem má líka nota sem orkustykki í gönguferðum t.d. fagna á toppnum. Þessi uppskrift gefur slatta sem hægt er að setja í frysti og eiga.

Ég nota möffinsform þar sem þetta er klístrað og djúsí. Í sviga fyrir aftan er ‘hollari’ kosturinn’ ef það er málið. Ég hef líka sett þetta í form, kælt vel og skorið niður í stykki og sett súkkulaði utan um og vafið þetta í bökunarpappír og plast fyrir gönguferðir. Möffinsið er auðveldast.

Á pönnu fer

  • 1 pk flórsykur (hrásykur/púðursykur)
  • 100 g sýróp (agave/hunang)
  • 70 g smjör (hef ekki prófað að nota kókosolíu)

Þetta er látið hitna og sjóða aðeins. En á meðan þetta er að mallast er hægt að undirbúa það sem fer í blönduna og setja í matvinnsluvél eða blandara (nota þá púlsinn).

  • 200 g kasjúhnetur
  • 100 g möndlur
  • vanillukorn (ef það er ekki til má setja dropa í þetta á eftir)

Hella hnetum og möndlum í karamelluna sem bobblar á pönnunni og hræra vel saman.

að lokum á að setja

  • 1 bolla af rjóma í blönduna

Leyfið þessu að bobbla aðeins saman þar til þetta er hæfilega þykkt.

Setjið í lítil möffinsform. Kælið njótið. Það má setja ofan á brætt súkkulaði; dökkt, rjóma, hvítt eða blandað.

Ef þetta er of mikil sykurbomba þá er ágætt að baka þunna botna í möffinsformin (t.d. svamp, kókos, hafra) og setja karamelluna ofan á.

Auglýsingar

Um Dagdreymir
Dagdreymir er áhugakona um heilsusamlegan lífsstíl s.s. mat sem lyf fyrir líkama og sál, bætiefni, íþróttir og lausnir frá vefjagigt. Dagdreymir er líka forfallinn bókaormur, félagsfræðingur, ADHD-skvísa, femínisti, AA-pía, móðir, nörd, kjaftfor og hreinskilin með rokkstjörnudauma….. alveg svakalega viðutan og dagdreymin………………..

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: