Túnfisksalat – létt útgáfa

Þetta túnfisksalat (má alveg eins vera rækjur, humar, makríll, lax, silungur etc.) er fituminni útgáfa en sú hefðbundna majónes. Myndin er kannski ekkert voðalega falleg en þetta er gott og þægilegt að eiga svona skyndibita. Frábært ofan á paprikusneiðar, á brauð, kex, inn í skinkusneiðar, með grænu salati o.s.frv.

Í þetta fer:

  • 1 dós sýrður rjómi 5-10%
  • 1 dós túnfiskur (burt með safann og ljóta bita)
  • 1 paprika
  • 1/2 rauðlaukur
  • 1/2 gulur laukur eða 7-10 cm bútur blaðlaukur eða 4-5 graslauksstrá
  • 2 egg
  • Ef vill en fitumagnið eykst, sjá mynd af næringargildistöflu; 1/2 – 1  mexíkóostur skorinn í teninga
  • Krydd að smekk; mitt val dass af túrmerik, svörtum pipar, jurtasalti og karrý. Einnig gott; cayenne, svartur pipar, aromat

Næringarinnihald salatsins án osts og með osti. Án osts eru þetta alls 675 gr sem gerir 89 hitaeiningar í hverjum 100 grömmum. Með ostinum eru þetta 750 gr af salati sem gerir 117 hitaeiningar í hverjum 100 gr af salati. Próteinið eru 6 gr í hverjum 100 grömmum annars vegar og 8 gr í hverjum 100 gr þegar hálfum mexíkóosti hefur verið bætt út í. Til samanburðar við annað álegg má nefna að í 100 gr af tilbúnu túnfisksalati eru um 220 hitaeiningar. Í 100 gr af smurosti eru líka um 220 hitaeiningar, í léttum smurosti eru um 130 hitaeiningar í 100 gr.

Auglýsingar

Um Dagdreymir
Dagdreymir er áhugakona um heilsusamlegan lífsstíl s.s. mat sem lyf fyrir líkama og sál, bætiefni, íþróttir og lausnir frá vefjagigt. Dagdreymir er líka forfallinn bókaormur, félagsfræðingur, ADHD-skvísa, femínisti, AA-pía, móðir, nörd, kjaftfor og hreinskilin með rokkstjörnudauma….. alveg svakalega viðutan og dagdreymin………………..

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: