EggjakökuPizza I – grænmetisútgáfa (með frönskum)

Stundum er maður að kafna úr hugmyndaleysi í eldhúsinu. Ég enda of oft í brauði ef ég nenni ekki að hugsa og elda…….og ein brauðsneið á það til að verða 10 hjá mér. Ég veit ekki af hverju. Sérstaklega ef ég finn upp á þeirri vitleysu að rista þau og smyrja með íslensku sméri og feitum osti. Smá marmelaði ofaná og svo kannski hrært í eitt kakóglas til að dýfa brauðinu í og úpps, buxnastrengurinn springur og klístraðir puttar tútna út í brauðbjúg.

Á vorin á ég svartfuglsegg – sjúklega góð. Fullkomin máltíð. Svartfuglseggin eru líka svo falleg; græn, hvít, brúnleit og öll freknótt.

Hænuegg eru það líka, svipaður hitaeiningafjöldi í einu eggi og í einni heilhveitibrauðsneið eða um 75 heitar. Næringarefnasamsetningin er hins vegar gjörólík. Á tímum kolvetnaóhófs og sykurfíknar vil ég frekar eggið.

Fljótlegt, hollt, gott og með möguleika á smá djúseríi.

Hræra 1-2 egg með gaffli og setja í þau cayennepipar (það má vel fjarlægja rauðurnar, ég bara geri það ekki – not my style eins og sagt er).

Skella þeim á olíusmurða pönnu.

Setja ofan á áleggið, hér: Mexíkóostur og paprika.

Steikja vel og klára svo að leggja ofan á gotterí eins og kotasælu, lauk, gúrku og ferska papriku. Svartan pipar og sjávarsalt eftir smekk og eggjapizzan er tilbúin.

Svo má alveg syndga smá með ofnbökuðum frönskum ef kolvetnafíknin er yfirþyrmandi.

Auglýsingar

Um Dagdreymir
Dagdreymir er áhugakona um heilsusamlegan lífsstíl s.s. mat sem lyf fyrir líkama og sál, bætiefni, íþróttir og lausnir frá vefjagigt. Dagdreymir er líka forfallinn bókaormur, félagsfræðingur, ADHD-skvísa, femínisti, AA-pía, móðir, nörd, kjaftfor og hreinskilin með rokkstjörnudauma….. alveg svakalega viðutan og dagdreymin………………..

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: