Apríkósur eru æði – afhýddar

Ef þið eruð á svipuðum aldri og ég, fædd milli 1970-1980 – þá er mjög líklegt að fyrsta apríkósusmakkið hafi verið sýrópsbaðað. Nefnilega úr niðursuðudós, jafnvel haft með þeyttum rjóma, ís eða ofan á alvöru rjómatertur. Nú eða þurrkaðar jafnvel í Vilkósúpu/graut.
Ég smakkaði ekki ferska apríkósu fyrr en ég var tvítug og búsett í Danmörku, mér fannst hún frekar bragðlítil miðað við þá sem ég hafði fengið úr niðursuðudósinni.

Í dag gæti ég ekki borðað þessar úr niðursuðudósunum en ég hreinlega elska það þegar fersku apríkósurnar fást í búðunum hérna heima. Ég boða alveg einn kassa á dag (500 gr í kassanum en þá á aftir að afhýða og afsteina svo ég er ekki algjört græðgisvín). Ég þarf varla að taka það fram að þær eru hrikalega hollar og stútfullar af steinefnum.

Þessar elskur fást ekki lífrænar svo ég tek af þeim flauelsmjúkt hýðið þar sem ég hef ekki löngun til að borða meira af skordýraeitri, skít og mengun en ég mögulega þarf. Það þarf ekki að vera flókið að afhýða þær og felst ekki í því að flysja of mikið af dásamlegu kjötinu burtu.

  • Ég set þær einfaldlega þvegnar í pastasigti, sker stutta rifu eða kross í botninn á þeim.
  • Set pastasigtið í skál og helli yfir sjóðandi heitu vatni úr hraðsuðukönnunni og leyfi þeim að liggja í 1-2 mínútur.
  • Svo tek ég sigtið úr skálinni og læt renna yfir þær ískalt vatn.
  • Nú er hýðið laust og hægt að fletta því af næfurþunnt.
  • Dúllurnar settar í skál eða snæddar jafnóðum;)
Auglýsingar

Um Dagdreymir
Dagdreymir er áhugakona um heilsusamlegan lífsstíl s.s. mat sem lyf fyrir líkama og sál, bætiefni, íþróttir og lausnir frá vefjagigt. Dagdreymir er líka forfallinn bókaormur, félagsfræðingur, ADHD-skvísa, femínisti, AA-pía, móðir, nörd, kjaftfor og hreinskilin með rokkstjörnudauma….. alveg svakalega viðutan og dagdreymin………………..

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: