Vínberjasafi á tungl-takt-föstu

ImageÍ hindúisma er það talið sérlega gott að fasta á 11. degi eftir fullt tungl og 11.degi eftir nýtt tungl. Ég las einhvern tíma um þetta og pældi ekkert meira í því en á kundalini jóganámskeiði sem ég fór á fyrir nokkrum mánuðum var bent á þessa leið til að aga líkama og sál.Föstur eru kannski ekki allra en fyrir mig er þetta frábært.

Ég ákvað að þetta skyldi ég gera til að jarðtengja mig allt þetta ár. Þetta hefur gengið upp og ofan hjá mér en ég finn hvað þetta gerir gráðugu konunni mér ofboðslega gott. Einnig er þetta góð leið fyrir mitt ADHD sem dregur mig æði oft út á þá braut að taka að mér of mörg verkefni og upplifa tímaskort og skipulagsóreiðu. Það að borða ekki annað en í mesta lagi grænmeti og ávexti í einn dag með reglulegu millibili hægir á lífstaktinum og gefur manni færi á að líta inn á við. Ég sé í dagbókinni hvernær kemur að þessu. Passa mig á að kaupa ávexti og grænmeti til að gera mér safa og tek mér tíma til að skipuleggja það sem ég þarf að gera.

Það er líka gagnlegt að fasta í stuttan tíma í einu fyrir efnaskiptin og nota þetta sem tól til að viðhalda eðlilegri líkamsþyngd eða lið í heilbrigðu þyngdartapi skv. t.d. Brad Pilon sem skrifaði Eat stop eat.

Það er hægt að lesa sér til um þetta, bæði hugmyndafræðilega út frá tilvistarspeki og líkamlegri gagnsemi út um allt net svo ég ætla ekki að lengja þetta neitt meira og deila hér vínberjasafanum mínum og benda á hann sem gotterí á ‘föstu’- dögunum.

Ef það er kalt úti set ég oft engifer í safann því það hitar mann að innan og mér finnst það gott. En það er ekki allra.

Ef ég á ekki lime þá hef ég afþýtt bláber (hella einni hraðsuðukönnu yfir þau í sigti og voilá! tilbúin) og sett þau í staðinn og það var mjög gott. Vínber eru nefnilega ein og sér með soldið skrýtið bragð sem er ‘geymslulegt’ en samt voða gott.

  • 1/2 kg vínber (steinalaus)
  • 1 lime
  • 1 cm engiferbútur ef vill
Auglýsingar

Um Dagdreymir
Dagdreymir er áhugakona um heilsusamlegan lífsstíl s.s. mat sem lyf fyrir líkama og sál, bætiefni, íþróttir og lausnir frá vefjagigt. Dagdreymir er líka forfallinn bókaormur, félagsfræðingur, ADHD-skvísa, femínisti, AA-pía, móðir, nörd, kjaftfor og hreinskilin með rokkstjörnudauma….. alveg svakalega viðutan og dagdreymin………………..

One Response to Vínberjasafi á tungl-takt-föstu

  1. Bakvísun: Ekadashi – JógaFöstur « Simply Yoga

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: