Shakti nálastungudýna

Já, það sem maður lætur ekki hafa sig út í að prófa í þeirri von að losna undan verkjum og doða vefjagigtarinnar.

Ég keypti mér Shakti-mottu. Ég prófaði þetta í heimsókn hjá tengdaömmu minni og féll fyrir þessu en síðan hafa liðið nokkur ár. Ég rakst á þetta í YogaJournal um daginn og fór að lesa mér til, þá komst ég að því að mottan er til hjá Eirbergi og þau rukka engan sendingarkostnað (plús í kladdann) þannig að ég pantaði eitt stykki.

Nú er ég búin að reyna að nota hana daglega í rúma viku og ands***** hvað þetta er vont – svo viðbjóðslega vont að ég nota þunnt stykki milli mín og naglanna.

En þetta kemur blóðflæðinu af stað og hlýtur að hjálpa til við að örva sogæðakerfið því ég finn fyrir hita í vöðvum og svo svita og pisseríi.

Ég þoli að hafa þetta á hálsinum og efst á herðunum en þar fyrir neðan er þetta svo ógeðslega sárt að ég er enn með lakið á milli en þá slaka ég líka vel á og sofna jafnvel. Ég get legið á maganum á þessu beru og á hliðinni.

Auglýsingar

Um Dagdreymir
Dagdreymir er áhugakona um heilsusamlegan lífsstíl s.s. mat sem lyf fyrir líkama og sál, bætiefni, íþróttir og lausnir frá vefjagigt. Dagdreymir er líka forfallinn bókaormur, félagsfræðingur, ADHD-skvísa, femínisti, AA-pía, móðir, nörd, kjaftfor og hreinskilin með rokkstjörnudauma….. alveg svakalega viðutan og dagdreymin………………..

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: