D-ribose, vefjagigt og orka

Ég hef áður talað um d-ribose sem frábært efni til að auka orku og koma í veg fyrir eftir-æfingaþreytuna sem fylgir vefjagigtinni. Þetta hefur reynst mér vel og ég bendi öðrum vefjagigtarsjúklingum að prófa þetta, sérstaklega þeim sem vilja vera virkir og stunda hreyfingu.

Hér rakst ég á góða grein eftir Jakob Teitelbaum sem er gúru í vefjagigtarfræðunum og skrifaði m.a. bókina From fatigued to fantastic sem ég hef skrifað um hér áður. Hann er læknir og er sjálfur með vefjagigt og síþreytu en hefur haldið því niðri með því sem hann kallar S.H.I.N.E. protocol. Sú aðferð samanstendur af eftirfarandi (tekið af heimasíðu hans – þessari blaðsíðu) en þýðingin mín:

S =
SVEFN: Fáðu nægan svefn, helst áta til níu tíma á nóttu. Svefn endurhleður orku líkamans og gerir við vöðva. Lélegur svefn mun skila þér örmögnun og verkjum.
H =
HORMÓNAR: Láttu kanna hormónaskort og meðhöndla ef þarf. Hormónaskortur getur leikið hlutverk í vefjagigt og síþreytu.
I =
INFECTIONS/SÝKINGAR: Fáðu meðferð við sýkingum. Skortur á góðum svefni getur leitt til slappleika í ónæmiskerfinu. Undirliggjandi vírus, bakteríu, iðra, sínusar og sveppasýkingar eru algengar og geta leikið hlutverk í vefjagigt og síþreytu.
N =
NÆRING: Til að viðhalda eðlilegri heilsu og orkustigi þarftu að tryggja það að líkami þinn sé að fá næringu sem er í góðu jafnvægi, sérstaklega þar sem næringarskortur hefur verið tengdur við vefjagigt og síþreytu. B-12 vítamín, magnesíum, Acetyl L-carnitine, glútaþíon sem og A, B, C og D vítamín þarf sérlega að huga að.
E =
EXERCISE/HREYFING: Æfðu eins og þú getur. Eftir 10 vikur á stigunum fjórum hér fyrir ofan ættir þú að gera bætt rólega í æfingar án þess að vera örmagna daginn eftir.

Í þessari grein frá 2008 sem kallast Enhancing Mitochondrial Function with D-Ribose og birtist í Integrative medicine 7(2), 46-51 fjallar Teitelbaum um d-ribosa sem einn af lyklunum að því að létta vefjagigtar og síþreytueinkennum af sjúklingum. Þar sem vefjagigt hefur verið tengd við truflun á starfsemi hvatberanna þá hefur reynst vel að taka inn d-ribosa til að bæta orkubúskapinn: ‘We found that ribose treatment led to significant improvement in energy levels, sleep patterns, mental clarity, pain intensity, and well-being.’

Aukaverkanir eru takmarkaðar: ‘The main side effect seen with ribose is that some 4% to 5% of patients feel “hyper” or over energized on it. If this occurs, simply have them take the supplement with food and lower the dose. This side effect occurs because ribose has a negative glycemic index, lowering blood sugar. Diabetics using it mostly need to watch for a drop in blood sugar, although rarely a rise in blood sugar can occur. Additionally, I would use it very carefully in bipolar patients to avoid activation (we have not seen this, but it is possible). When used in conjunction with prescription medications, caution is required. If ribose is used with Coumadin (warfarin), for example, it is important to check initial bleeding times.’

Greininni fylgir uppskrift af hjarta- og orkukokteil sem ég þýði og læt fylgja hér með. Í kokteilnum er magnesíum sem er annað frábært bætiefni gegn vefjagigt og eykur æfingaþol, bætir svefn og slær á eða jafnvel eyðir fótaóeirð.

‘Reyndu þetta í 6 til 12 vikur til að ná fram hámarksáhrifum, eftir það nota eftir þörfum.

  • Ribose: Taktu 5 gr. þrisvar á dag í 6 vikur, síðan 5 gr tvisvar á dag í 6 vikur.
  • Coensím Q10: Taktur 400 mg á dag í 6 vikur, síðan 200 mg á dag í 6 vikur.
  • Magnesíum: Taktu 200 mg á dag í 12 vikur.
  • B vítamín: Taktu eina á dag í 12 vikur.
  • Acetyl L-carnitíne: Taktu 500 mg tvisvar á dag í 6 vikur, síðan 500 mg daglega í 6 vikur eða hættu því eftir fyrstu 6 vikurnar.
Auglýsingar

Um Dagdreymir
Dagdreymir er áhugakona um heilsusamlegan lífsstíl s.s. mat sem lyf fyrir líkama og sál, bætiefni, íþróttir og lausnir frá vefjagigt. Dagdreymir er líka forfallinn bókaormur, félagsfræðingur, ADHD-skvísa, femínisti, AA-pía, móðir, nörd, kjaftfor og hreinskilin með rokkstjörnudauma….. alveg svakalega viðutan og dagdreymin………………..

2 Responses to D-ribose, vefjagigt og orka

  1. BJ says:

    Má ég spyrja hvað maður fær D-ribosa?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: