Feverfew og mígreni

Ég bara verð að deila þessu ef það skyldi koma fleirum að gagni. Eiginmaðurinn hefur þjáðst af mjög slæmu mígreni í mörg ár og líður ekki sá dagur að hausverkur sé ekki til staðar. Þetta ástand er auðvitað lamandi og margt búið að reyna með aðstoð taugasérfræðinga og velviljaðs heimilislæknis. Verstu köstin birtast þannig að mígrenimaðurinn liggur við wc-skálina með öll ljós slökkt eða liggur í baði með bundið fyrir augun. Stundum hefur þurft að fara á bráðamóttöku og fá morfín og vökva í æð þegar kastið hefur jafnvel staðið yfir í 2-3 daga og líkaminn farinn að ofþorna.Undanfarið ár hefur þessum köstum þó fækkað þar sem sett var inn auk daglegra verkjalyfja, lyf sem heitir Propranolol en höfuðverkurinn er samt daglegur. Síðustu 4 mánuði hefur Dagdreymir  gefið manninum jurtalyf sem heitir Feverfew.

Eftir rannsóknaleiðangur um netið var ákveðið að reyna þetta. Það er skemmst frá því að segja að stóru-æluköstin eru horfin. Hausverkurinn er ekki horfinn samt þannig að þetta er ekki töfralyf en hann er minni og ekki svo sár að sleppa þurfi úr vinnu. En algjörlega ótrúlegur árangur. Skammturinn er 2 töflur á dag.

Svona lítur dollan út og innihaldsmerkið.

Auglýsingar

Um Dagdreymir
Dagdreymir er áhugakona um heilsusamlegan lífsstíl s.s. mat sem lyf fyrir líkama og sál, bætiefni, íþróttir og lausnir frá vefjagigt. Dagdreymir er líka forfallinn bókaormur, félagsfræðingur, ADHD-skvísa, femínisti, AA-pía, móðir, nörd, kjaftfor og hreinskilin með rokkstjörnudauma….. alveg svakalega viðutan og dagdreymin………………..

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: