Mjólkurþistill

Mjólkurþistill er bætiefni sem ég tek af því að ég tek yfirleitt lyf daglega við vefjagigtinni og þessi lyf geta haft neikvæð áhrif á lifrina. Ég er ekki að segja að þetta sé töfraefni sem komi í veg fyrir lifrarskemmdir vegna lyfjanotkunar en þessi jurt hefur verið þekkt í margar aldir sem hjálp fyrir lifrina.

Þegar maður þarf að taka lyf eins og parkódín þá er parasetamólið ekki vinur lifrarinnar og margir þurfa að taka mörg lyf sem skapa yfirvinnu fyrir lifrina. Það er því gott að gera eitthvað til hjálpa lifrinni að sinna sínu hlutverki og ekki verra ef hægt er að nota náttúruleg efni.

Nokkuð hefur verið gert af rannsóknum á þessari jurt síðustu fjóra áratugina en ekki hefur verið staðfest á marktækan hátt í þeim öllum að jurtin bæti lifrarheilsu en í flestum þeirra er um einhverja og jákvæða virkni að ræða. Það sem hefur helst vantað uppá til að staðfesta áhrif mjólkurþistilsins eru gæði rannsóknanna. En eftir það sem ég hef lesið mér til þá tel ég þetta bætiefni hverrar krónu virði.

Það sem þarf að passa uppá þegar valin er tegund er að innihaldið sé staðlað extract. Auk þess tek ég frekar þær tegundir sem innihalda líka túrmerik sem er gott bætiefni og ýtir undir virkni mjólkurþistilsins. Ég kaupi til skiptis tvær tegundir; annars vegar þessa sem er hér við hliðna og er frá Solary og hins vegar tegundina sem er hér fyrir neðan frá Now. Báðar innihalda mjólkurþistil (fræ extract frá Solaray, fræ og blóm frá Now) og túrmerik. Þessi frá Solaray er dýrari og kostar um 3000 kr- en Now þistillinn kostar innan við 2000 kr-.

Auk jákvæðra áhrifa á lifur hefur verið hægt að tengja mjólkurþistil við jákvæð áhrif á blóðsykurstjórnun og insúlínónæmi. Einnig jákvæð áhrif á blóðþrýsting.

Auglýsingar

Um Dagdreymir
Dagdreymir er áhugakona um heilsusamlegan lífsstíl s.s. mat sem lyf fyrir líkama og sál, bætiefni, íþróttir og lausnir frá vefjagigt. Dagdreymir er líka forfallinn bókaormur, félagsfræðingur, ADHD-skvísa, femínisti, AA-pía, móðir, nörd, kjaftfor og hreinskilin með rokkstjörnudauma….. alveg svakalega viðutan og dagdreymin………………..

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: