Ananas djús með appelsínutwizti

Það er mikið til af ananas í ávaxtakælum búðanna þessa dagana. Ég er auðvitað búin að kaupa slatta og troða í safapressuna góðu.
Ananas er líka meinhollur ávöxtur, hann inniheldur ensím sem kallast bromelain og það er talið bólgueyðandi og gott fyrir meltinguna. Bólgueyðandi eiginleikarnir geta haft jákvæð áhrif á gigt, kinnholubólgur og hálsbólgur.

Fleiri jákvæðir punktar við ananasát eru:

  • hann inniheldur steinefnið mangan sem er nauðsynlegt steinefni fyrir sum ensím sem taka þátt í orkuframleiðslu líkamans
  • hann inniheldur C-vítamín sem er flensubani og ónæmisstyrkjandi
  • hann er talinn hafa jákvæð áhrif á skjaldkirtilinn og hormónastýringu hans
  • hann getur haft lækkandi áhrif á blóðþrýsting
  • hann er góður við ógleði

Ég pressa einn ananas út í 5 appelsínur. Þetta er C-vítamín bomba, mjög seðjandi og mér finnst þetta frábær drykkur ef ég tek safaföstu.

Eitt ráð varðandi ananas: Þegar hann er tíndur þá hættir hann að þroskast þannig að þegar þú velur ananas í búðinni skaltu velja fullþroskaðan ávöxt. Hann á ekki að vera grænn að utan. Hann á að vera þungur miðað við stærð og lyktaðu af honum því þú átt að finna góða ananaslykt af honum.

Auglýsingar

Um Dagdreymir
Dagdreymir er áhugakona um heilsusamlegan lífsstíl s.s. mat sem lyf fyrir líkama og sál, bætiefni, íþróttir og lausnir frá vefjagigt. Dagdreymir er líka forfallinn bókaormur, félagsfræðingur, ADHD-skvísa, femínisti, AA-pía, móðir, nörd, kjaftfor og hreinskilin með rokkstjörnudauma….. alveg svakalega viðutan og dagdreymin………………..

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: