Mangó spangó gleði djús

Sko, ég var að eignast nýja og assgoti öfluga safapressu og er að prófa mig áfram með alls konar.

Í dag gerði ég sjúklegan drykk sem ég varð geðveikt södd af og hrikalega hamingjusöm – svoleiðis uppgötvun þarf maður að deila með öðrum.

Af því við vorum fjögur að drekka þessa hamingjusprengju þá fór mikið hráefni í þetta en ég fékk út úr þessu tæpa tvo lítra.

  • 9 appelsínur afhýddar
  • 2 mangó
  • 2 perur
  • 2 kiwi

Drykkurinn var dásamlega passlega þykkur, mangóið gerði hann þannig en af því að það var ekki svo mikið þá var þetta ekki með svona týpísku suðrænu bragði heldur bara C-vítamín bomba sem var hæfilega sæt.

Auglýsingar

Um Dagdreymir
Dagdreymir er áhugakona um heilsusamlegan lífsstíl s.s. mat sem lyf fyrir líkama og sál, bætiefni, íþróttir og lausnir frá vefjagigt. Dagdreymir er líka forfallinn bókaormur, félagsfræðingur, ADHD-skvísa, femínisti, AA-pía, móðir, nörd, kjaftfor og hreinskilin með rokkstjörnudauma….. alveg svakalega viðutan og dagdreymin………………..

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: