Möndlumjólk

  • 1 bolli möndlur (ég nota alltaf með hýðinu, hitt má alveg)
  • 2 bollar vatn
  • (ísmolar ef vill)

Byrjið á að leggja möndlurnar í bleyti í sólarhring en það er í góðu lagi að setja þær í vatn að kvöldi og gera mjólkina að morgni og nota hana beint út á hafragrautinn (þess vegna eru ísmolarnir, ef ég vil hana ííískalda).

Síðan er bara að hella vatninu af möndlunum, tína burtu skemmdar ef einhverjar eru og setja þær ásamt vatninu í blandara þar til þetta er allt orðið sundur þeytt (1-3 mín, fer eftir blandaranum) og það má alveg nota meira vatn ef ykkur þykir það gott. Sumir setja einnig sætuefni í mjólkina t.d. tsk af agave, hunangi eða döðlum og jafnvel vanillu (það er mjög gott) eða setja smá banana.

Því næst er tekið fram fínt sigti og blöndunni leyft að síga í gegn. Ef þið eruð alveg á móti því að hafa minnstu korn í mjólkinni þá er bara að sía tvisvar eða nota grisjuklút.

Mjólkin geymist í 3 daga í ísskápnum (hef ekki geymt hana lengur en það getur vel verið að hún þoli meir).

Hún skilur sig stundum þegar hún stendur svo þá er bara að hræra upp í henni.

Auglýsingar

Um Dagdreymir
Dagdreymir er áhugakona um heilsusamlegan lífsstíl s.s. mat sem lyf fyrir líkama og sál, bætiefni, íþróttir og lausnir frá vefjagigt. Dagdreymir er líka forfallinn bókaormur, félagsfræðingur, ADHD-skvísa, femínisti, AA-pía, móðir, nörd, kjaftfor og hreinskilin með rokkstjörnudauma….. alveg svakalega viðutan og dagdreymin………………..

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: