Heilsu NON-sense, vefjagigtarráð og lífsgleði-boozt

Það eru misvísandi upplýsingarnar sem maður hnýtur um á leið sinni að betri heilsu eða að hollum og góðum lífsstíl.

Ég hef farið marga hringi á heilsuhringekjunni en yfirleitt borið gæfu til að vera skeptísk og tekið það sem hentar mér og skilið eftir það sem hentar mér ekki svo vel. Stundum hef ég þó fallið fyrir vitleysu sem komið hefur í tísku og ‘allir’ og amma þeirra eru að fylgja.

Þannig var það þegar ég át fitubrennslutöflurnar eins og smarties og drakk með þeim diet kók í lítravís, það var árið 1996 og FatBurner komu á markaðinn. Ég var mjó og varð ógeðslega mjó. Gott ef ég eignaðist ekki magaþjálfa og lærabana um svipað leyti.

Síðan 2007 kom LR eða RL eða eitthvað þannig duftrusl á markaðinn og ég var feit og vildi verða mjó. Ég fékk kassann með duftstaukunum heim eftir að hafa greitt fyrir hann rúmlega 20 þúsund. Ég var svöng allan daginn þannig að daginn eftir svindlaði ég smá og svo daginn eftir það hætti ég að taka duftið. Ég varð ekkert mjórri.Duftið fór í ruslið þegar það rann út nema einn staukurinn sem ég gaf tengdó. Hún varð samt ekkert mjó.

Svo var það Agel-ið, ég ætlaði aldeilis að græða a því og verða geðveikt mjó, það var árið 2009. Ég varð ekkert mjórri en mér varð óglatt og ég græddi ekki neitt.

Ég féll hins vegar ekki fyrir blóðflokkamataræðinu, herbalife eða hydroxycut. Og ég hef tekið speltinu og agavesírópinu með hófsemi, notað það þar sem mér hefur fundist við eiga og ekki notað það þar sem mér hefur fundist það peningasóun. Til dæmis myndi ég alveg baka speltvöfflur fyrir mig og familíuna heima en ég myndi ekki setja spelt eða agave í köku sem ætluð væri 40 krakkagemlingum í 10 ára afmæli. Þá nota ég bara hveiti og sykur og síróp, það drepur ekki börnin að fá slíkt í hófi.

Þar er nefnilega lykill að þessu öllu saman. Hófsemi. H.Ó.F.S.E.M.I …. og skynsemi.

Ég er búin að læra það að velja hollari kostinn oftar en þann óholla, að nota netið; þessa stórkostlegu upplýsingaveitu til að afla mér upplýsinga. Ég hef lært að efast um það sem sagt er á heilbrigðan hátt og tek mínar eigin ákvarðanir og dreg mínar eigin ályktanir eins og ég tel að sé best fyrir mig.

Ég hef aldrei borðað kjöt af því að mér finnst það einfaldlega vont. Þannig að Paleo mataræðistískan nær mér ekki. Ég finn líka að ef ég smakka kjöt eða borða of mikið protein þá líður mér ekki vel, verð þung og verri af vefjagigtinni. Það er bara ég og ég held að það sé ýmislegt til í því að við séum ólíkar líkamsgerðir. Á meðan það hentar öðrum vel og eykur lífsgleði og þrótt að snæða kjöt og próteinríkan mat þá gerir það mér gott að borða flókin kolvetni í bland við ávexti og sýrðan mjólkurmat.

Þess vegna er mjög þarft að margar ólíkar raddir heyrist í fjölmiðlum sem predika heilsuboðskapinn því ef við erum gagnrýnin og sjálfmiðuð og umfram allt forvitin og upplýsingaþyrst þá finnum við þá leið sem hentar okkur. Það er líka eins víst að það sem hentar á einu æviskeiði á jafnvel ekki við á öðru. Þess vegna verðum við að vera sífellt vakandi fyrir því hvað við erum að láta ofan í okkur og af hverju. Sérstaklega ef við viljum lifa lengi og heilbrigt eða losna við að minnka áhrif sjúkdóma á líf okkar.

Að lokum er hér eitt ráð sem hentar mér til að ná mér betur eftir æfingar og jafnvel sleppa við eftir-æfinga-örmögnun sem stundum fylgir vefjagigtinni og er rakin til mitochondrial dysfunction. Mitochondrial dysfunction er truflun á starfssemi hvatberanna sem eru orkustöðvarnar í frumum mannsins. Svoleiðis truflun er talin spila stóran þátt í vefjagigt sjá t.d. hér og hér .Þetta er hluti af síþreytu einkenninu sem hrjáir marga en skýrir líka óþol margra vefjagigtarsjúklinga fyrir æfingum/hreyfingu. Hjá mér lýsir þetta sér í flensulíkum einkennum eftir æfingar og líðan sem líkist því helst að öll orka hafi verið sogin úr mér. Við þessu gagnast oft að taka d-ribose  og kreatín

Hér er ein uppskrift að lífsgleði – boozti:

  • Ananassafi og eplasafi úr safapressunni ca. 3/4 bolli (eða fernunni)
  • Banani
  • Kasjúhnetur 2 msk
  • Kókosolía tsk (má vera hörfræ eða hveitikím, kókosinn passa bara svo vel við þetta)

Þeyta bananann og kasjúhneturnar þangað til þetta verður búðingur. Setja tsk af olíu út í og svo safa eftir smekk. Þetta er lítill skammtur sem er æði sem millimál þegar mann vantar að hækka ögn lífsorkuna.

 

Auglýsingar

Um Dagdreymir
Dagdreymir er áhugakona um heilsusamlegan lífsstíl s.s. mat sem lyf fyrir líkama og sál, bætiefni, íþróttir og lausnir frá vefjagigt. Dagdreymir er líka forfallinn bókaormur, félagsfræðingur, ADHD-skvísa, femínisti, AA-pía, móðir, nörd, kjaftfor og hreinskilin með rokkstjörnudauma….. alveg svakalega viðutan og dagdreymin………………..

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: