Hörpudiskur

Sumir kalla þetta hörpuskel en ég er bara vön því að kalla þetta hörpudisk. Ég fann smávegis af þessu góðgæti í frystinum og ákvað að hafa í kvöldmatinn handa mér og yngsta afkvæminu þar sem hinir átu bjúgu (ég borða sko ekki kjöt og ekki litla dýrið heldur), kartöflur og uppstúf.

Þetta var mjög simpelt, fljótlegt en sjúklega gott:

  • Smá kókosolía á pönnu (má steikja úr hverju sem þykir best)
  • 200 g hörpudiskur, steiktur á ca. 2 mín á hvorri hlið, þessir voru stórir svo ég skipti þeim í tvennt.
  • Lítill rauðlaukur, saxaður í smátt
  • Smurostur, setti ca. 1 tsk á hvern bita
  • 1/2 dl vatn, skvett út á pönnuna þegar laukurinn er aðeins búinn að svissast og leyfa þessu að krauma í mínútu.

Þetta var kvöldmaturinn, einfaldur og góður:)

Auglýsingar

Um Dagdreymir
Dagdreymir er áhugakona um heilsusamlegan lífsstíl s.s. mat sem lyf fyrir líkama og sál, bætiefni, íþróttir og lausnir frá vefjagigt. Dagdreymir er líka forfallinn bókaormur, félagsfræðingur, ADHD-skvísa, femínisti, AA-pía, móðir, nörd, kjaftfor og hreinskilin með rokkstjörnudauma….. alveg svakalega viðutan og dagdreymin………………..

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: