Yoga og vefjagigt

Ýtið á myndina til að komast beint á síðuna þar sem hægt er að skoða og hlaða niður bókinni

Ég hef örugglega talað um það áður á þessari síðu að ég stunda jóga. Ég geri það vegna þess að mér finnst það gaman og ekki síður vegna þess að mér líður vel við að teygja mig og beygja. Hins vegar er bakið á mér ekki alltaf sammála og mótmælir stundum hástöfum með verkjum og stífleika. Það er eitthvað sem ég er að reyna að lagfæra því áhrif jóga á vefjagigtina eru að öðru leyti góð, ég hef sérstaklega gott af jafnvægisæfingunum s.s. trénu og warrior stöðunum og öðrum svona standandi æfingum. Það skýrir hugann finnst mér að gera þær æfingar og hin ofurstreitta ég næ smá slökun á eftir. Einnig finnst mér frábært að nota axlastöðuna og plóginn til að losna við fótapirring og það að standa á haus í höfuðstöðunni er frábært fyrir miðjuna.

Mér var bent á þessa frábæru síðu af vinkonu minni sem er jógakennari, hún vildi meina að ég þurfi að læra að beita líkamanum rétt í jóganu til að koma í veg fyrir að bakið á mér mótmæli og ég er alveg sammála henni. Það er mjög skrýtið að fá nagandi vondan verk á einn afmarkaðan stað neðst í bakinu ef ég leyfi mér að gera einhverjar bakfettur eða snúninga eða einfaldlega er lengi í einhverri stöðunni.

Ef það er klikkað á Free stuff hnappinn á síðunni færist þú yfir á Facebook síðu þar sem aðgangur að tveimur fríum anatómíubókum fyrir jóga er í boði.

Auglýsingar

Um Dagdreymir
Dagdreymir er áhugakona um heilsusamlegan lífsstíl s.s. mat sem lyf fyrir líkama og sál, bætiefni, íþróttir og lausnir frá vefjagigt. Dagdreymir er líka forfallinn bókaormur, félagsfræðingur, ADHD-skvísa, femínisti, AA-pía, móðir, nörd, kjaftfor og hreinskilin með rokkstjörnudauma….. alveg svakalega viðutan og dagdreymin………………..

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: