Sætkartöflustappa

  Það var ekki fyrr en um 2004 sem ég smakkaði sæta kartöflu í fyrsta skipti í öðru formi en barnamauki sem yngsti sonur minn hafi mikla ást á á sínum tíma. Mér fannst það reyndar ekki sérlega gott svo ég var skeptísk á smakkið sem var ofnbökuð sæt kartafla, skorin þunnt og krydduð vel. En sú sæta var bara ágæt og fór eftir þetta að gera svona sætar skífur í ofni sem ég risti vel og vandlega því mér fannst þær bestar stökkar.

Í dag er í uppáhaldi hjá mér ein einfaldasta útgáfan af þessari frábæru kartöflu. Ég flysja kartöfluna ef ég nenni annars sker ég hana bara í c.a. 1,5 – 2 cm þykkar sneiðar og set í pott með slettu af sjávarsalti. Þegar suðan er komin upp er þetta látið sjóða í 25 mínútur. Svo set ég þetta í pastasigti og læt leka af þessu. Ef ég hef ekki flysjað hana tek ég flusið af þarna í sigtinu. Ég set svo salt og pipar í botn á skál og set nokkrar sneiðar í og stappa létt, bæti við smá salti og pipar og set fleiri sneiðar og stappa þær létt, bæti svo við sjávarsalti og pipar (ég nota yfirleitt Maldon salt og lífræna piparkorn). Ég stappa þetta svo betur í lokin, set yfir salt og pipar og þá er þetta bara tilbúið. Þetta bragðast fáránlega vel kalt líka.

Auglýsingar

Um Dagdreymir
Dagdreymir er áhugakona um heilsusamlegan lífsstíl s.s. mat sem lyf fyrir líkama og sál, bætiefni, íþróttir og lausnir frá vefjagigt. Dagdreymir er líka forfallinn bókaormur, félagsfræðingur, ADHD-skvísa, femínisti, AA-pía, móðir, nörd, kjaftfor og hreinskilin með rokkstjörnudauma….. alveg svakalega viðutan og dagdreymin………………..

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: