Gangleri

Í póstkassanum mínum var í vikunni nýr Gangleri, ég er alltaf spennt að fá nýtt blað og hef verið áskrifandi af því síðan 1995. Nýja blaðið var ágætt en það er samt einhver annar bragur á því núna en hefur verið. Ég veit ekki hvort ég er ánægð með það. Greinin um Daskalos var góð og svo eru alltaf gullkorn þarna inn á milli sem láta manni líða vel.

Gangleri er gefinn út af Lífspekifélaginu (áður Guðspekifélaginu – theosophical society) og fjallar um andans málefni án þess að taka afstöðu til trúarbragða. Ég er ekki kristin en er mikil áhugamanneskja um trú og trúarbrögð og í þessum blöðum er að finna hafsjó af fróðleik um alls kyns trúarbrögð, yoga, dulræn mál o.s.frv.

Af heimasíðu félagsins sjá stefnu þess:

  1. Að stuðla að bræðra- og systralagi alls mannkyns án tillits til trúarskoðana, uppruna, kynferðis eða hörundslitar.
  2. Að hvetja fólk  til að kynna sér og bera saman vísindi, trúarbrögð, heimspeki og listir.
  3. Að rannsaka óskilin náttúrulögmál og mátt mansandans.

Einkunnarorð félagsins eru:
Engin trúarbrögð eru sannleikanum æðri.

Auglýsingar

Um Dagdreymir
Dagdreymir er áhugakona um heilsusamlegan lífsstíl s.s. mat sem lyf fyrir líkama og sál, bætiefni, íþróttir og lausnir frá vefjagigt. Dagdreymir er líka forfallinn bókaormur, félagsfræðingur, ADHD-skvísa, femínisti, AA-pía, móðir, nörd, kjaftfor og hreinskilin með rokkstjörnudauma….. alveg svakalega viðutan og dagdreymin………………..

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: