Jarðarberja og vínberjahlaup

Sko, ég elska jarðarber!

Þannig að ég bý stundum til jarðarberjasultur. Í kvöld átti ég niðursoðin jarðarber síðan á gamlárs og ákvað að henda þeim ekki heldur prófa þau í sultugerð. Ég á líka frosin vínber þar sem ég las viðtal við einhverja stjörnu sem sagði þau vera í uppáhaldi. Mér hefur aldrei dottið í hug að éta vínber frosin svo ég varð að prófa, það er þetta með blessaða forvitnina.

Þannig að úr varð jarðarberjahlaup með dass af frosnum vínberjum.

Þetta er sjúklega gott, svo sjúklega gott að þetta passar bæði á hafragrautinn, í skyrið, í jógúrtið, í booztið sem sætugjafi, á pönnsurnar og vöfflurnar.

Ég geri yfirleitt litla skammta af sultu og þetta varð passlegt í eina og hálfa litlar krukkur. Það er alveg nóg, ég bý frekar til meira því ég á eitthvað issjú varðandi stórar sultukrukkur.

Einfaldleikinn réð ríkjum:

  • 200 g jarðarber
  • 50 g frosin vínber
  • 100 g sykur
  • 1/2 tsk melatin rautt

Já, það var ekki flóknara en það.

Ég maukaði jarðarberin og vínberin í vökvaþykkni í blandaranum áður en ég skellti þeim í pottinn og sauð í 5 mínútur. Svo fór sykurinn útí og sauð í aðrar 5 mínútur með þessu. Svo drisslaði ég sykurblönduðu melatíni út í pottinn og sauð í aðrar 3-5 mínútur.

Krukkurnar bökuðust í ofninum og ég hellti beint í þær, lokaði og inn í ísskáp og stuttu seinna heyrði ég ,,pop“ þegar þær lofttæmdust. Mmmmmmm ……. það var erfitt að bíða eftir að smakka en það lak ,,óvart“ smá á bekkinn:)

Auglýsingar

Um Dagdreymir
Dagdreymir er áhugakona um heilsusamlegan lífsstíl s.s. mat sem lyf fyrir líkama og sál, bætiefni, íþróttir og lausnir frá vefjagigt. Dagdreymir er líka forfallinn bókaormur, félagsfræðingur, ADHD-skvísa, femínisti, AA-pía, móðir, nörd, kjaftfor og hreinskilin með rokkstjörnudauma….. alveg svakalega viðutan og dagdreymin………………..

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: