Eplasulta

Ég átti epli sem voru ekki vinsæl þegar jólagóssið var í boði þannig að ég ákvað að prófa að búa mér til eplasultu með kanil til að setja út á hafragrautinn. Hafragrauturinn sem er vinsæll morgunmatur hér verður leiðgjarn ef hann er ekki spariklæddur reglulega.

Það sem ég gerði var svona og þetta bragðaðist bara vel. Sykurinum má alveg skipta út fyrir hrásykur, púðursykur, agave eða annað sætuefni. Athuga þó að agave er mjög sætt og mér finnst þá betra að hafa það 1/2 eða 3/4 af sykrinum en þetta er bara smekksatriði.

Ég átti

250 gr af eplum þegar ég var búin að flysja og snyrta.

Í pottinn fóru samt fyrst

250 gr sykur
70 ml vatn
3 þunnar sneiðar engifer

Þetta var soðið þannig að sykurinn var uppleystur. Síðan var eplunum hent í pottinn og þetta soðið allt saman í ca. 30 mínútur. Þegar þetta var búið að sjóða í ca. 15 mínútur setti ég í pottinn

1 tsk kanill

Krukkurnar voru hitaðar við 200°c á meðan sultan sauð og svo teknar út þegar tími var kominn til að setja sultuna í og lokunum skellt á strax á eftir. Krukkurnar fara svo beint í ísskápinn þar sem þær lofttæmast. Sultur með háu sykurinnihaldi geymast betur en það er líka hægt að nota kanilstöng. Ég hef ekki prófað það. Ég nota bara almenna skynsemi, bragð og lyktarskyn þegar ég með sultuna og svo bý ég frekar til lítið í einu og set í minni krukkur, þá eru krukkurnar lofttæmdar inni í ísskápnum og bara sú sem er í notkun hverju sinni sem þarf að passa úppá.

Auglýsingar

Um Dagdreymir
Dagdreymir er áhugakona um heilsusamlegan lífsstíl s.s. mat sem lyf fyrir líkama og sál, bætiefni, íþróttir og lausnir frá vefjagigt. Dagdreymir er líka forfallinn bókaormur, félagsfræðingur, ADHD-skvísa, femínisti, AA-pía, móðir, nörd, kjaftfor og hreinskilin með rokkstjörnudauma….. alveg svakalega viðutan og dagdreymin………………..

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: