Kókosolía

Ég elska kókosolíu!

Frábært ráð fyrir húðina sem verður oft mjög þurr í kuldanum á veturna er að smyrja á hana kókosolíu áður en farið er í bað eða sturtu. Ef tíminn er nægur er mjög gott að þurrbursta húðina fyrst en það er mjög gott fyrir húðina að fjarlægja dauðar húðfrumur og örva blóðflæði. Sumir segja jafnvel að það örvi afeitrun líkamans en um það eru ekki allir sammála þó þeir geti komið sér saman um að það er gott fyrir húðina.

Þegar húðin er komin með olíulag þá þornar hún ekki eins af vatninu en það segir sig sjálft að ef notað er mikið magn af sápu um allan líkamann minnkar ávinningurinn.

Svo er bara að þurrka létt og leyfa olíunni að vinna sitt verk. Það er til lyktarlaus kókosolía ef það er takmörkuð löngun í að anga eins og suðrænn kokteill.

Auglýsingar

Um Dagdreymir
Dagdreymir er áhugakona um heilsusamlegan lífsstíl s.s. mat sem lyf fyrir líkama og sál, bætiefni, íþróttir og lausnir frá vefjagigt. Dagdreymir er líka forfallinn bókaormur, félagsfræðingur, ADHD-skvísa, femínisti, AA-pía, móðir, nörd, kjaftfor og hreinskilin með rokkstjörnudauma….. alveg svakalega viðutan og dagdreymin………………..

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: