Skógarberjasulta

Einföld og góð sulta með ,,krönsi“ þar sem berin eru með litlum steinum sem gera hana svo góða. Frábær með ostum, ís og í pönnsur. Áður en þú byrjar skaltu ákveða hvað þú ætlar að gera mikla sultu s.s. helminga ef þarf.

Einnig skaltu taka fram krukkurnar sem þú ætlar að nota og lokin af þeim. Þvoðu þær og þurrkaðu létt með lokunum og settu þær inn í ofn á 150°c og hafðu þær þar á meðan þú gerir sultuna. Hafðu við höndina sílíkongrip eða góða hanska til að taka þær heitar út og festa lokið þegar sultan er sett í. Það er geðveikt vont að brenna sig á þeim.

  • 1 kg skógarber (í pokanum eru kannsi um 900 gr og ég bætti við vatni í restina að ná kílói).
  • 400 gr sykur/hrásykur.
  • 100 gr púðursykur.
  • Það er betra að nota hleypi í þessa sultu og ég nota Melatin rautt í þessu tilviki ca. 1/2 msk.

1. Skola berin og tína út ef einhver eru ónýt. Sjóða berin í vatninu í ca 5 -7 mín.

2. Bæta út í sykrinum og sjóða í ca. 10 mín.

3. Fara eftir leiðbeiningum með Melatinið s.s. setja það út í sykur og drissa því út í sjóðandi gumsið meðan hrært er í 1-2 mínútur.

4. Setjið beint á heitar krukkur og lokið strax á og inn í ísskáp. Þá lofttæmast krukkurnar.

Á heimasíðu Leiðbeiningastöðvar heimilanna er að finna gagnlegar upplýsingar um sultugerð.

Auglýsingar

Um Dagdreymir
Dagdreymir er áhugakona um heilsusamlegan lífsstíl s.s. mat sem lyf fyrir líkama og sál, bætiefni, íþróttir og lausnir frá vefjagigt. Dagdreymir er líka forfallinn bókaormur, félagsfræðingur, ADHD-skvísa, femínisti, AA-pía, móðir, nörd, kjaftfor og hreinskilin með rokkstjörnudauma….. alveg svakalega viðutan og dagdreymin………………..

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: