Meistaramánuður

Jæja, loksins er kominn tími á færslu. Ég hef verið gríðarlega upptekin en á núna ágætt safn af myndum og uppskriftum sem bíða þess að verða settar inn. Í dag hófst meistaramánuður og hjá mér er það í tvennum skilningi; annars vegar brautskráðist ég með meistarapróf í félagsfræði frá HÍ í dag og svo byrjaði ég í átakinu meistaramánuður.

Markmiðin sem ég setti mér í því átaki eru:

  • að byrja að hlaupa aftur og nota til þess prógrammið sem fylgir meistaramánuðinum
  • að mæta í spinning alla morgnana sem það er í boði hér þennan mánuð
  • vakna fyrr á morgnana 6.30 en 5.45 þá daga sem ég fer í spinning
  • sleppa sykri nema á laugardögum
  • drekka ekki kaffi
  • drekka a.m.k. 2 vatnsglös á dag
  • kaupa bara nauðsynjavöru og spara aðeins aurana
  • gera a.m.k. 2 yoga asanas á dag

Annars gengur niðurtalning hægt. Ég borðaði mikið nammi meðan ég skrifaði ritgerðina og enn meira þegar ég var að vinna upp allt sem ég átti að vera að gera þegar ég var að hugsa um eða skrifa ritgerðina.

Auglýsingar

Um Dagdreymir
Dagdreymir er áhugakona um heilsusamlegan lífsstíl s.s. mat sem lyf fyrir líkama og sál, bætiefni, íþróttir og lausnir frá vefjagigt. Dagdreymir er líka forfallinn bókaormur, félagsfræðingur, ADHD-skvísa, femínisti, AA-pía, móðir, nörd, kjaftfor og hreinskilin með rokkstjörnudauma….. alveg svakalega viðutan og dagdreymin………………..

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: