Slökunar boozt

Sannkallað slökunar boozt, gæti ekki verið einfaldara.

Frábært áður en farið er í háttinn. Ástæðan fyrir því að þessi samsetning er sérlega slakandi eru áhrif hafranna sem hafa ekki verið hitaðir, ég fór einu sinni til Kolbrúnar grasalæknir og eitt af því sem hún setti mig á voru muldir hafrar til að bæta svefninn. Bananar hjálpa líka til við slökun og eftir erfiðan dag eru þeir frábærir til að slá á fótapirring sem getur skemmt fyrir slökun og svefni. Olíunni bæti ég við því góð smurning með eðalolíum er nauðsynleg og líklega sjaldan ofaukið, hún róar bólgur og hjálpar til við að slökkva það bál sem ógnar heilsu okkar meira en við gerum okkur flest grein fyrir.

Í blandarann fer og þeytt vel:

  • 1/2 bolli rísmjólk (má auðvitað vera sú mjólk sem þú drekkur, þetta er mín)
  • 2 msk hafrar (já, bara þurrir úr pakkanum)
  • 1 banani
  • 1 tsk hveitikím eða hörfræolía (ef þér líkar illa bragðið af olíunum þá skaltu setja hálfa teskeið eða bæta við þetta 1/4 tsk af vanilludropum, þeir taka bragðið sem einkennir olíuna burtu – já, olíumálningarbragðið)

 

Auglýsingar

Um Dagdreymir
Dagdreymir er áhugakona um heilsusamlegan lífsstíl s.s. mat sem lyf fyrir líkama og sál, bætiefni, íþróttir og lausnir frá vefjagigt. Dagdreymir er líka forfallinn bókaormur, félagsfræðingur, ADHD-skvísa, femínisti, AA-pía, móðir, nörd, kjaftfor og hreinskilin með rokkstjörnudauma….. alveg svakalega viðutan og dagdreymin………………..

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: