Snúðar

Ég ætla að byrja strax á því að segja að þessi uppskrift er ekki fyrir fólk í megrun eða þá sem eru viðkvæmir fyrir sykri.  Þetta er ein af þessum uppskriftum þar sem ég fer „all-in“ í sætunni og djúseríinu.

Það sem þú byrjar á að gera er að sækja skál og pott.

Í skálina (endilega hafa þetta hrærivélarskál ef þú átt þannig, nota krókinn þegar deig er hnoðað) fer:

  • 5 bollar af hveiti
  • 1 tsk salt

Blanda þessu létt saman.

Í pottinn fer:

  • 3 msk ger
  • 2 bollar mjólk
  • 150 g smjör
  • 1 bolli sykur

Hita þannig að mjólkin verði volg og smjörið linist.

Best er að hella blöndunni í þurrefnin meðan vélin er á hægum hraða og leyfa þessu að blandast rólega saman. Ekki ofvinna deigið. Þegar þetta er orðið fallega blandað og mjúkt.

Setja svo skálina á hlýjan stað með stykki yfir í 60 mínútur.

Þegar deigið hefur hefast er ekkert annað eftir en rúlla því út, hluta fyrir hluta ef þú vilt litla snúða en öllu í einu ef þú vilt þykka stóra.

Fyllingin í snúðana er gerð í potti og þú gætir viljað breyta hlutföllum eða jafnvel þurft að búa til meira:

  • 200 g smjör
  • 1-2 bolli sykur
  • kanill

Hitað og hrært vel saman.  Smurt ofan á deigið í þeirri þykkt sem þú vilt.  Deiginu rúllað upp og skorið í jafnstóra bita.

Bakað í ofni við 200°C í ca. 15 mínútur eða þar til ofninn þinn hefur gert snúðana fallega gyllta.

Auglýsingar

Um Dagdreymir
Dagdreymir er áhugakona um heilsusamlegan lífsstíl s.s. mat sem lyf fyrir líkama og sál, bætiefni, íþróttir og lausnir frá vefjagigt. Dagdreymir er líka forfallinn bókaormur, félagsfræðingur, ADHD-skvísa, femínisti, AA-pía, móðir, nörd, kjaftfor og hreinskilin með rokkstjörnudauma….. alveg svakalega viðutan og dagdreymin………………..

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: