Auðmýkt og Lakkrís te

Lakkrís teið mitt frá Yogi kom í morgun með þetta fallega spakmæli til mín.

Lakkrís er öflugt fæðubótarefni þó fara þurfi varlega í notkun þess t.a.m. hjá einstaklingum sem hafa of háan blóðþrýsting þar sem það getur valdið frekari hækkun.

Það er hins vegar kjörið að dreypa á lakkrístei fyrir okkur hin sem höfum helst til lágan blóðþrýsting áður en haldið er út í amstur dagsins eða eftir hádegismatinn eða miðjan daginn þegar syfja sækir oft að.

Lakkrís hefur verið notaður í heilsubótarskyni um þúsundir ára t.d. fannst lakkrís í gröf Tutankhamons sem hann hefur átt að njóta í eftirlífinu.  Í dag er efni úr lakkrís glycyrrhizic sýra notuð t.d í Japan gegn herpes sýkingum og i hefðbundnum kínverskum lækningum hefur lakkrísrót verið notuð við ýmsum kvillum s.s. hósta og astma en annað form sem kallað er deglycyrrhizinated lakkrísrót er notuð við magabólgum, brjóstsviða og munnangri.

Dr. Jacob Teitelbaum sem skrifaði bókina From Fatigued to fantastic sem ég hef hælt hér áður og tel vera biblíu fyrir fólk með vefjagigt skrifar á bls. 34-35 um lakkrísrót og þá í tengslum við adrenal insufficiency og hypoglycemiu sem oft hrjáir fólk með vefjagigt.  Adrenal virkni er oft í ólagi hjá vefjagigtarsjúklingum og  hann telur lakkrísrót góðan kost fyrir þá sem ekki geta eða vilja nota Cortef sem er lyfseðilsskylt lyf við slíku ástandi.  Hann mælir með því að nota lakkrísrót sem er ekki búið að eiga við s.s. ekki deglycyrrhizinated (DGL) og taka af henni 2-3 gr (2-3000 mg) tvisvar á dag í 6-8 vikur og þá trappa sig niður á 10-14 dögum.  Þessi meðferð eykur cortisol magnið í líkamanum því lakkrísrótin hægir á niðurbroti þess.

Auglýsingar

Um Dagdreymir
Dagdreymir er áhugakona um heilsusamlegan lífsstíl s.s. mat sem lyf fyrir líkama og sál, bætiefni, íþróttir og lausnir frá vefjagigt. Dagdreymir er líka forfallinn bókaormur, félagsfræðingur, ADHD-skvísa, femínisti, AA-pía, móðir, nörd, kjaftfor og hreinskilin með rokkstjörnudauma….. alveg svakalega viðutan og dagdreymin………………..

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: