10 árum yngri á 10 vikum

Ég keypti þessa bók í byrjun júlí, er núna búin að lesa hana tvisvar.  Þetta er ágæt bók, sérstaklega fyrir byrjendur á heilsubrautinni en hún er mjög svipuð því sem má finna í öðrum sambærilegum bókum s.s. bók Jillian Michaels Master your metabolism, skrifum Dr. Andrews Weil, Suzanne Somers o.fl.

Þessi bók er fróðleg og auðveld aflestrar, líklega er flestum auðvelt að reyna að fylgja þessu prógrammi en mér finnst þetta alltof öfgakennt t.d. verkefni annarrar viku sem felast í að henda sykri og hveitivörum í ruslið – jú gott og blessað ef maður býr einn en fyrir fólk sem á stórar fjölskyldur eða maka sem hefur ekki áhuga á þessum matar/lífsstíl er það full langt gengið.

Ein ráðlegging í bókinni fer mjög öfugt ofan í mig en Þorbjörg ráðleggur fólki að taka C vítamín og króm saman nokkrum sinnum á dag, það er ekki góð ráðlegging að mínu mati enda ekki öruggt að það geti ekki komið af stað krabbameinsferli að setja þetta tvennt saman.

Sem sagt fín byrjendabók en ekki sérlega raunhæf að öllu leyti, ágætar uppskriftir, sumar m.a.s. fjandi góðar.  En mér finnst bókarkápan glötuð, hvað er málið með að sýna þenna fj…… nafla og svo eru myndirnar af höfundi um alla bók frekar spes.

Auglýsingar

Um Dagdreymir
Dagdreymir er áhugakona um heilsusamlegan lífsstíl s.s. mat sem lyf fyrir líkama og sál, bætiefni, íþróttir og lausnir frá vefjagigt. Dagdreymir er líka forfallinn bókaormur, félagsfræðingur, ADHD-skvísa, femínisti, AA-pía, móðir, nörd, kjaftfor og hreinskilin með rokkstjörnudauma….. alveg svakalega viðutan og dagdreymin………………..

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: