Granatepli – salat

Granatepli eru uppáhalds ávöxturinn minn. Þau sem fást í búðunum hér eru yfirleitt nokkuð góð og ég kaupi mikið af þeim.

Þau eru mjög holl og hafa verið nokkuð rannsökuð m.t.t. heilsubætandi áhrifa og árið 2010 voru a.m.k. 23 klínískar rannsóknir í gangi til að kanna áhrif grantaepla á um tylft sjúkdóma.

Granatepli hafa verið mikið notuð í ayurvedískri heilsufræði.

Þau eru æðisleg í salat og gefa sætt bragð og eru líka fræ, í fræjunum eru góðar olíur og trefjar svo það er meiri heilsubót að borða granateplin með fræjunum en að spýta þeim burtu eins og sumir gera.

 

Einfalt salat með granateplum

  • spínat
  • paprika, gul og rauð
  •  gúrka
  • rauðlaukur
  • granatepli

Dressingin er eftir smekk, sítrónusafi og smá ólífuolía hrærð saman með smá krömdu engiferi er í uppáhaldi.

Granatepli eru líka góð bara ein og sér, borðuð með skeið, útá og útí boozt, á hafragrautinn, jógúrtið o.s.frv.

Auglýsingar

Um Dagdreymir
Dagdreymir er áhugakona um heilsusamlegan lífsstíl s.s. mat sem lyf fyrir líkama og sál, bætiefni, íþróttir og lausnir frá vefjagigt. Dagdreymir er líka forfallinn bókaormur, félagsfræðingur, ADHD-skvísa, femínisti, AA-pía, móðir, nörd, kjaftfor og hreinskilin með rokkstjörnudauma….. alveg svakalega viðutan og dagdreymin………………..

Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: