Rækjur

Stórar rækjur eru góðar, litlar rækjur eru vondar þannig að það eru notaðar stórar rækjur í þennan rétt.
Þessi rækjuréttur er fljótlegur og er góð máltíð ef þú átt afgangs kartöflur, sætar eða venjulegar.
  • 150 gr rækjur, salta eftir smekk með góðu salti t.d. Maldon eða Maldon smoked salt, ég set þær alltaf í sjóðandi vatn í sigtinu í ca. 2 mín en það eru sumir sem vilja ekki sjóða rækjur og þá bara sleppa þeir því.
  • 150 gr soðnar kartöflur, mega vera hvort heldur sem er venjulegar eða sætar, aðeins kældar og niðurskornar í bita.
  • sveppir og laukur steikt aðeins á pönnu
  • smá karrí sósa, ég set yfirleitt  1/2 msk Pataks mauk á pönnuna sem ég steikti sveppina og laukinn á og set vatn (og stundum kókosmjólk) og hræri þetta út í karrísósu.
Rækjurnar og kartöflurnar eru settar í skál og blandað aðeins saman þannig að kartöflurnar kremjist smá og svartur pipar mulinn yfir, sérstaklega mæli ég með Maldon Organic black pepper kornunum.
Lauk og sveppum hellt yfir og þar næst karrísósunni – öllu blandað létt saman og skreytt að ofan með niðurskornum kirsuberjatómötum – ég var búin að éta þá áður en ég fattaði að mynda þennan rétt.
Njótið!
Auglýsingar

Um Dagdreymir
Dagdreymir er áhugakona um heilsusamlegan lífsstíl s.s. mat sem lyf fyrir líkama og sál, bætiefni, íþróttir og lausnir frá vefjagigt. Dagdreymir er líka forfallinn bókaormur, félagsfræðingur, ADHD-skvísa, femínisti, AA-pía, móðir, nörd, kjaftfor og hreinskilin með rokkstjörnudauma….. alveg svakalega viðutan og dagdreymin………………..

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: