Einmana prímtölur

Las þessa bók í einni lotu í morgun, tók hana af rælni á bókasafninu, hafði aldrei heyrt um hana áður. Nafnið fannst mér nördalega heillandi svo ég ákvað að taka hana og stinga henni inn á milli glæpasagnanna sem ég er að lesa núna í fríinu.

Þetta er ein af þessum sem maður man eftir, sérstaklega fyrstu köflunum en í síðasta kaflanum missir bókin eitthvað af klassanum sem mér fannst vera á henni, eiginlega bara eins og höfundurinn hafi ekki getað ákveðið hvaða endir ætti að vera á sögunni.

Sögupersónurnar Alice og Mattia eru sérstæðir einmana karakterar, tvær prímtölur, tvíburaprímtölur sem standa eins nálægt hvor annarri og hægt er en samt er alltaf tala á milli þeirra.

Áhugaverðar persónur, fallega þunglyndisleg saga sem aðeins klúðrast í endann en ég mæli samt með henni.

Auglýsingar

Um Dagdreymir
Dagdreymir er áhugakona um heilsusamlegan lífsstíl s.s. mat sem lyf fyrir líkama og sál, bætiefni, íþróttir og lausnir frá vefjagigt. Dagdreymir er líka forfallinn bókaormur, félagsfræðingur, ADHD-skvísa, femínisti, AA-pía, móðir, nörd, kjaftfor og hreinskilin með rokkstjörnudauma….. alveg svakalega viðutan og dagdreymin………………..

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: