Master your metabolism – Bók

Ég kaupi mér fullt af bókum, margar þeirra eru um heilsutengd málefni og ég á orðið ágætt safn af slíkum bókum.  Ein þeirra er bókin Master your metabolism eftir Jillian Michaels sem er líklega best þekkt sem þjálfari úr Biggest looser þáttunum.  Ég hef ekki séð marga svona þætti og það er langt síðan en mér líkaði ekki við þessa gellu þá.  Mér fannst hún tilgerðarleg og eitthvað svo gerfileg, hálfgerður ,,wannabe tough guy“ en það bara virkaði ekki.  Fyrir tveimur árum datt ég inn á vefsíðu þar sem fjallað var um nýja bók sem fjallaði um mataræði sem ýtti undir heilbrigð efnaskipti og góða hormónaheilsu.  Ég sá höfundinn og bjóst svo sem ekki við miklu en auglýsingin náði mér og ég pantaði bókina eiginlega áður en hún kom út.

Bókin kom mér á óvart og hún er nokkuð góð, fjöldi tilvísanna fylgja hverjum kafla; ritrýndar rannsóknir að mestu.

Mikill fróðleikur er í bókinni um skaðleg efni í umhverfinu og matvælum, góð umfjöllun um hormóna og efnaskipti og þá þætti sem hafa áhrif á góða hormónaheilsu.

Til dæmis er næringaráætlunin mjög einföld og raunhæf, ekkertrugl um  6-7 máltíðir á dag eða fáránlegur tími í undirbúning eða endalausar pælingar um hvað á að éta næst eða hvenær.

  • Borða morgunmat – Alltaf
  • Borða  á 4 tímafresti – 3 máltíðir og 1 snarl yfir daginn.
  • Borða ekki eftir 21 á kvöldin
  • Borða sig saddan en ekki úttroðinn

Gallinn við bókina er að hún er stundum ekkert sérlega vísindaleg en þá er hægt að fara í tilvísanirnar og fletta upp.  Einnig er það galli að innkaupalistarnir sem fylgja tveggja vikna matseðli sem settur er upp til að auðvelda lesendum að færa sig yfir í heilsusamlegra mataræði, eru gerðir fyrir lesendur í US of A þar sem allt fæst.

Annars er þetta góð bók og ég nota hana oft sem handbók til að fletta upp í og rifja upp.

Auglýsingar

Um Dagdreymir
Dagdreymir er áhugakona um heilsusamlegan lífsstíl s.s. mat sem lyf fyrir líkama og sál, bætiefni, íþróttir og lausnir frá vefjagigt. Dagdreymir er líka forfallinn bókaormur, félagsfræðingur, ADHD-skvísa, femínisti, AA-pía, móðir, nörd, kjaftfor og hreinskilin með rokkstjörnudauma….. alveg svakalega viðutan og dagdreymin………………..

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: