Dirty Dozen – Regla #10

#10 Að halda matardagbók

Kenningin er sú að þú þurfir að halda skrá yfir allt sem þú étur, hve mikið, hvenær og hvernig þér líður á meðan þú étur.  Það á að hjálpa þér að ná markmiðum þínum.

Auðvitað er matardagbók hið besta mál til að meta hve mikið við erum að borða en hana þarf ekki að halda stöðugt og það er algjör óþarfi að ganga um með vigt í veskinu.

Það er óeðlilegt að láta mat og matarvenjur taka svo mikið pláss í lífi sínu að það verði á endanum andfélagslegt.

Raunveruleikinn er líka sá að við getum aðeins metið kaloríufjölda fæðunnar sem við neytum.  Allir hitaeiningalistar og hitaeiningateljarar eru byggðir á mati.  Það er því algjörlega ástæðulaust að flippa á veitingastað ef kjúklingabringan sem þú baðst um væri 100g, vigti 105g á vigtinni sem þú geymir í veskinu þínu. Það er nóg að þú lærir að leggja mat á heilbrigðan skammt, vitir sirka hvað þú ert að fá þér af hitaeiningum yfir daginn og láta þar gott heita.

Auglýsingar

Um Dagdreymir
Dagdreymir er áhugakona um heilsusamlegan lífsstíl s.s. mat sem lyf fyrir líkama og sál, bætiefni, íþróttir og lausnir frá vefjagigt. Dagdreymir er líka forfallinn bókaormur, félagsfræðingur, ADHD-skvísa, femínisti, AA-pía, móðir, nörd, kjaftfor og hreinskilin með rokkstjörnudauma….. alveg svakalega viðutan og dagdreymin………………..

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: