Update á CC flax

Ég sagði frá reynslu minni af einni krukku af CC flax fyrir nokkrum vikum og því að mér fyndist það gagnast sem lausn við vefjagigt og PMS.

Ég fékk þá flugu í höfuðið þegar ég skrifaði þá færslu að prófa að taka þetta ekki fram að næstu blæðingum, sjá hvort það myndi einhverju breyta og gera tilraun á sjálfri mér varðandi það hvort ég væri að spandera aurunum í vitleysu sem ég þyrfti ekki.

Niðurstaðan er sú að ég finn lítinn mun varðandi vefjagigtareinkenni enda er ég að taka verkjalyf.  Varðandi PMS þá var mikill munur, undanfarna daga hef ég verið snappy, þráðurinn ótrúlega stuttur, ég rak mig í allt, missti hluti og pirraðist svo jaðraði við þunglyndi og var með óléttubrjóst = þau einkenni sem ég er að reyna að forðast með bætiefnaáti s.s. omega í ofurskömmtum.  Það fyndna var að ég fattaði ekki að ég væri svona fyrr en mér var bent á að ég væri óþolandi.  Í dag byrjaði nýr hringur og ég er aftur byrjuð að taka CC flax, setti það á hafragrautinn í morgun. Ég nenni ekki að upplifa svona daga.

Þetta eru auðvitað engin vísindi og geta verið tilfallandi ofursterk einkenni þennan mánuð af einhverjum orsökum en fyrir mig er þetta núna hluti af morgunmatnum

.

Auglýsingar

Um Dagdreymir
Dagdreymir er áhugakona um heilsusamlegan lífsstíl s.s. mat sem lyf fyrir líkama og sál, bætiefni, íþróttir og lausnir frá vefjagigt. Dagdreymir er líka forfallinn bókaormur, félagsfræðingur, ADHD-skvísa, femínisti, AA-pía, móðir, nörd, kjaftfor og hreinskilin með rokkstjörnudauma….. alveg svakalega viðutan og dagdreymin………………..

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: