Vefjagigt og vaxtarhormón

Forvitni mín er mikil sem og áhuginn á heilsu og lífsstíl.  Sem vefjagigtarsjúklingur er ég sífellt að leita lausna við þessum skrýtna sjúkdómi og ég tel mig vera nokkuð lánsama miðað við marga.  Ég hef fundið ýmislegt sem hjálpar mér en ekkert sem hefur eytt einkennum alveg.  Ég hef heldur ekki fengið að reyna allar þær meðferðir sem ég vil prófa og ég hef lesið um að hafi gagnast öðrum svo vel að þeir urðu aftur þeir sjálfir.

Til að mynda er ég alveg sannfærð um það að ég myndi hafa gagn af því að reyna Armour thyroid eins og lýst er hér. Það er nefnilega margt á huldu um hvernig vefjagigt þróast og þess vegna er ekki sama meðferðin að gagnast öllum.  Eflaust mun í framtíðinni verða einhver sundurgreining undir þeim hatti einkenna sem vefjagigtareinkenni falla undir.

Vaxtarhormón (HGH) hafa af mörgum verið talin leika hlutverk í vefjagigt. Ég fann t.a.m. rannsókn frá 1998 úr The American Journal of Medicine sem fjallaði um árangur vaxtarhormónagjafar fyrir vefjagigtarkonur:  A Randomized, Double-Blind, Placebo-controlled Study of Growth Hormone in the Treatment of Fibromyalgia. Höfundar  Robert M. Bennett MD, Sharon C. Clark PhD and Jacqueline Walczyk MS. Ég vísa í þessa rannsókn af því að hún er svo læsileg, er ritrýnd og er opin í landsaðgangi.  Það eru til margar aðrar og nýrri en ekki allar opnar og ekki allar eins læsilegar. Leitarorðin fibromyalgia and growth hormone skila fullt af rannsóknar niðurstöðum.

Það er því vel reynandi fyrir þá sem telja sig  passa í þau einkenni sem helst hverfa með vaxtarhormónagjöf; minnkuð orka, óyndi, óskýr hugsun, léleg almenn heilsa, minnkuð æfingageta, minni vöðvastyrkur og kuldaóþol.  Þeir sem tóku þátt í þessari rannsókn voru með IGF-1 level <160 ng/mL svo það er jafnvel reynandi að fá blóðprufu, sýna lækninum þessa grein og fá að reyna.  Það er allt að vinna og yfirleitt litlu að tapa.

Hér er ný grein um efnið eftir Ross og fl. 2010. Preliminary Evidence of Increased Pain and Elevated Cytokines in Fibromyalgia Patients with Defective Growth Hormone Response to Exercise.

Auglýsingar

Um Dagdreymir
Dagdreymir er áhugakona um heilsusamlegan lífsstíl s.s. mat sem lyf fyrir líkama og sál, bætiefni, íþróttir og lausnir frá vefjagigt. Dagdreymir er líka forfallinn bókaormur, félagsfræðingur, ADHD-skvísa, femínisti, AA-pía, móðir, nörd, kjaftfor og hreinskilin með rokkstjörnudauma….. alveg svakalega viðutan og dagdreymin………………..

4 Responses to Vefjagigt og vaxtarhormón

 1. Bjarki says:

  ertu búin að láta reyna á þetta, með læknishjálp eða á eigin spýtur?

  • Dagdreymir says:

   Hef ekki enn fengið lækni til að prófa þetta með mér en er búin að vera í sambandi við konu sem lét á þetta reyna með því að hafa samband við lækni í USA, þetta gerði gott. Rannsóknir benda til þess að þetta virki fyrir suma fibro sjúklinga svo það er ekki spurning um að reyna þangað til maður finnur (helst fullan) bata.

 2. Bjarki says:

  úps, gleymdi alveg að fylgja þessu eftir. Hefur eitthvað gerst hjá þér með þetta í dag?
  Ég veit núna um amk 2 staði sem gætu tekið við þér, en annar er aldursháður.
  Ég er búinn að komast að því að þetta er ófáanlegt í gegnum heilbrigðiskerfið á íslandi, aðeins fólk með dvergsvöxt fær vaxtarhormón. Það er mikið af fordómum í garð anabólískra efna innan heilbrigðisgerirans hér á landi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: