Tómatar og ,,throw in“ pottréttur

Ég var að taka til í ísskápnum mínum og henti í einn grænmetispottrétt; fullt af grænmeti í stóran pott og svo frysti ég aðeins af þessu.  Gott að eiga svona tilbúið og annað hvort henda því í örbann eða í pott og voilá! – maturinn tilbúinn.

Í þessum var:

  • 3 hvítir laukar, saxa og henda í olíu í potti og steikja aðeins
  • Pataks mauk ca 2 msk
  • alls konar krydd – karrý de lux, kanill, maldon salt, svartur pipar, kóríander, engifer
  • 1 ds kókosmjólk + 1 ds af vatni
  • 1 ds saxaðir tómatar + 1 ds vatn
  • 1 stór blómkálshaus
  • 1 stór sæt kartafla
  • 2 rauðar paprikur
  • 1 poki kjúklingabaunir – átti í frysti en mig minnir að ég hafi sett 150-200 gr í hvern poka
  • 1 poki rauðar linsur – svipað og með kjúklingabaunirnar.

Þetta var soðið í 25 mínútur og síðan slökkt undir.  Ég lét þetta standa í pottinum yfir nóttina því ég var of löt til að setja í box og frysta.  Það gerði ég í morgun.

Með þessu hafði ég rauða ferska papriku og tómata plús slettu af kotasælu af því ég var svo gráðug að ég varð að kæla þetta niður til að geta borðað.

Auglýsingar

Um Dagdreymir
Dagdreymir er áhugakona um heilsusamlegan lífsstíl s.s. mat sem lyf fyrir líkama og sál, bætiefni, íþróttir og lausnir frá vefjagigt. Dagdreymir er líka forfallinn bókaormur, félagsfræðingur, ADHD-skvísa, femínisti, AA-pía, móðir, nörd, kjaftfor og hreinskilin með rokkstjörnudauma….. alveg svakalega viðutan og dagdreymin………………..

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: