CC Flax, PMS og vefjagigt

Ég byrjaði að taka CC flax fyrir einni krukku síðan.  Núna er ég tilbúin að leggja mat á virkni þess. Það var soldið skondið að sjá að stuttu eftir að ég keypti mér þetta kom viðtal á vísi.is við konu sem hafði lést um 20 kíló við að taka þetta efni.

Ég skipti þessu út fyrir Efamol – kvöldvorrósarolíuna sem ég hef tekið öðru hvoru og fór að taka CC Flax í staðinn. Aðallega af því að Efamol er svo fjandi dýrt.  Mér hefur nefnilega fundist leiðinleg fyrirtíðaspennueinkenni (PMS) hafa gert meira og meira vart við sig eftir því sem ég eldist og sérstaklega eftir að ég lét klippa sundur frjósemispípurnar. Hvort sem klippingin hefur haft áhrif eða ég bara akkurat verið stödd á þeim aldurspunkti er óvíst.

CC flax á að hjálpa til við að draga úr PMS svo ég ákvað að kaupa krukku af þessu dufti og prófa.  Hún inniheldur mikið af Omega3 úr hörfræjum svo það kom vel í staðinn fyrir Efamolið sem mér finnst hafa hjálpað mikið við vefjagigtareinkennin og slegið aðeins á PMS einkennin.  Vefjagigt og PMS fer oft saman svo ódýrara bætiefni fyrir hvort tveggja er auðvitað eitthvað sem er þess virði að prófa.

Niðurstaðan er sú að þetta slær á PMS einkenni; mig langaði ekki að drepa neinn síðast, verkir voru minni og svefnþörfin ekki eins mikil.  En þetta er bara ein krukka, einn mánuður svo ég ætla að halda áfram.  Það er engin versnun  á vefjagigtarverkjum; líklega betrun þar sem ég er farin að hlaupa aftur.  Hins vegar hef ég ekki lést neitt á þessu, það kemur kannski síðar.  Allavega þá er þetta efni 3400- kr. virði og ég ætla að halda áfram að nota það. Ég var orðin svo slæm af PMS einkennum að ég hefði étið mulið blágrýti ef mér hefði verið sagt að það gæti hjálpað en CC flax er bragðgott og virðist virka plús það er ódýrara en Efamolið sem er það besta sem ég hafði fundið hingað til við þessu tvennu.

Auglýsingar

Um Dagdreymir
Dagdreymir er áhugakona um heilsusamlegan lífsstíl s.s. mat sem lyf fyrir líkama og sál, bætiefni, íþróttir og lausnir frá vefjagigt. Dagdreymir er líka forfallinn bókaormur, félagsfræðingur, ADHD-skvísa, femínisti, AA-pía, móðir, nörd, kjaftfor og hreinskilin með rokkstjörnudauma….. alveg svakalega viðutan og dagdreymin………………..

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: