Vefjagigt og magnesium

Mig langar að benda á frábæra bætiefnablöndu sem hefur gagnast mér vel við vefjagigtarverkjum og hefur bætt mikið gæði svefnsins hjá mér.  En eins og þeir sem eru með vefjagigt vita þá er svefninn oft ekki góður, bæði truflaður af verkjum og vegna vöðvaspennu.  Ég sef lengur í einu ef ég tek magnesíumblönduna og er með minni verki. Þessi blanda er hér á markaðnum undir nafninu Náttúruleg slökun plús kalk og hér er síða framleiðandans. Það er mikill munur sem ég finn og ef ég gleymi að taka þetta finn ég strax mun varðandi svefninn og svo er ég mun lengur að jafna mig eftir erfiða hreyfingu.

Margir  vefjagigtarsjúklingar eru sammála um áhrif eins og ég er að lýsa og það er engu að tapa við að prófa og ýmsilegt að vinna.

Magnesiumskortur getur verið af ýmsum ástæðum t.d. of mikil kalkneysla, of mikið af kaffi og sykri eða jafnvel vegna æfingaálags en það er eiginlega bara skylda fyrir alla sem stunda æfingar s.s. hlaup að taka magnesíum.  Ef ég tek magnesíum þá fæ ég t.d. ekki krampa í fæturnar á löngum hlaupum og er fljótari að jafna mig.

Það er merki um magnesíumskort að fá sinadrætti, vöðvakrampa og að vera í síspennu með vöðvana.  Það auðvitað hangir saman með kvíða og streitu sem veldur hormónaójafnvægi (og sístreita getur jafnvel valdið adrenal fatigue sem ég tala um seinna) og orkuleysi og máttleysi fylgir með.

Þetta er sérlega vel samsett blanda eins og sjá má á innihaldslýsingunni.

Magnesíum hefur verið kannað aðeins skipulega og á mælanlegan hátt m.t.t. áhrifs á vefjagigt. Hér er t.d. hægt að lesa aðeins um hlutverk magnesíums í vefjagigt og hægt að skoða tengla á meira efni.

Auglýsingar

Um Dagdreymir
Dagdreymir er áhugakona um heilsusamlegan lífsstíl s.s. mat sem lyf fyrir líkama og sál, bætiefni, íþróttir og lausnir frá vefjagigt. Dagdreymir er líka forfallinn bókaormur, félagsfræðingur, ADHD-skvísa, femínisti, AA-pía, móðir, nörd, kjaftfor og hreinskilin með rokkstjörnudauma….. alveg svakalega viðutan og dagdreymin………………..

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: