Dirty Dozen Regla #3

#3. Að drekka 8-10 glös af vatni á dag.

Kenningin er sú að vökvun sé mikilvæg fyrir almenna heilsu og geti hjálpað til við fitutap ef drukkið er ískalt vatn sem líkaminn þarf auka orku við að hita upp í eðlilegan hita.

Það er hægt að taka þetta út í öfgar eins og annað þar sem það er hægt að drekka of mikið af vatni.  Hins vegar getur þetta verið óttaleg áþján og orðið að þráhyggju. Þessi vatnsdrykkja er ekki byggð á neinni vísindalegri stoð.  Flestir fá nægan vökva dagsdaglega og þurfa ekki að telja ofan í sig glösin eða mæla magnið hárnákvæmt.  Ekki fá sektarkennd yfir því að ná ekki 8-10 glösum á dag.

Þetta er megin inntakið í þriðju reglunni.

Þó vatnsdrykkja sé af hinu góða þarf ekki að hengja sig á glasatalningu. Svo er auðvitað ein urban myth um að kalt vatn sé ekki gott með mat, það trufli meltinguna og önnur um að það sé vegna þess að kalt vatn með mat geti valdið hjartaáföllum.

Hvort hendur sem er, þetta er ,,regla“ sem ekki á að binda sig við.

Auglýsingar

Um Dagdreymir
Dagdreymir er áhugakona um heilsusamlegan lífsstíl s.s. mat sem lyf fyrir líkama og sál, bætiefni, íþróttir og lausnir frá vefjagigt. Dagdreymir er líka forfallinn bókaormur, félagsfræðingur, ADHD-skvísa, femínisti, AA-pía, móðir, nörd, kjaftfor og hreinskilin með rokkstjörnudauma….. alveg svakalega viðutan og dagdreymin………………..

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: