Dirty Dozen Regla #2

#2. Að drekka grænt te getur hjálpað til við fitubrennslu.

Kenningin er sú að í grænu tei séu sérstök efni sem aðstoði við fitubrennslu.  Þess vegna ætti að eiga sér stað meiri brennsla á fitu eftir því sem þú drekkur meira af græna teinu.

Það er því miður ekki þannig að eftir því sem þú drekkir meira af grænu tei því meiru brennir þú og því hraðar fari fitan af.

Tveir bollar eru alveg nóg og engar sannanir fyrir því að sú litla aukning sem verður vegna áhrifa græns tes aukist ef þú ferð yfir það mark.

Þetta er inntakið í annarri reglunni sem Pilon fjallar um á bls. 11.

Það er ótrúlegt hvað er mikið reynt að pranga inn á fólk af megrunartei.  Puer, Oolong, Herbalife og ég veit ekki hvað þetta heitir allt saman.  Ég ætla að leyfa mér að efast um að te eitt og sér geri kraftaverk fyrir feitt fólk en það eru örugglega til sögur af því eins og með afann sem reykti tvo pakka af filterslausum Camel og hleypur enn maraþon um nírætt.  Hins vegar ætla ég ekki að draga í efa heilsubætandi áhrif jurtates, þau eru raunveruleg.

Auglýsingar

Um Dagdreymir
Dagdreymir er áhugakona um heilsusamlegan lífsstíl s.s. mat sem lyf fyrir líkama og sál, bætiefni, íþróttir og lausnir frá vefjagigt. Dagdreymir er líka forfallinn bókaormur, félagsfræðingur, ADHD-skvísa, femínisti, AA-pía, móðir, nörd, kjaftfor og hreinskilin með rokkstjörnudauma….. alveg svakalega viðutan og dagdreymin………………..

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: