Vefjagigt og skjaldkirtilshormón

Mikið erum við óheppin á margan hátt sem erum með vefjagigt hér á Íslandi.

Annars staðar í heiminum er úrval meðferða meira og líkurnar meiri á að fá lausn við verkjum og þreytunni sem eru yfirleitt leiðitömustu fylgifiskar vefjagigtarinnar.

Nú er í gangi nokkuð hávær umræða meðal vefjagigtarsjúklinga að prófa LDN (low dose naltrexone) og hjálpar það mörgum.  Ég bendi á hóp á Facebook fyrir þá sem eru áhugasamir.  Hins vegar er smá bras að fá þetta lyf þar sem það er pantað erlendis frá og ekki bætir úr skák að margir læknar hér á landi neita að skrifa þetta út fyrir vefjagigtarsjúklinga sína.  Það er mér með öllu óskiljanlegt þar sem sjúklingur sem hefur lesið sér til og kynnt sér málið á að geta tekið ákvörðun um að reyna þetta lyf, það getur ekki skaðað, og læknirinn á sem þjónustuaðili að hjálpa til við ferlið.

En ég ætla ekki að skrifa um LDN hér í þessum pósti heldur skjaldkirtilshormón og vefjagigt.  Það virðist nefnilega vera svo að skjaldkirtilshormón séu lausn fyrir marga vefjagigtarsjúklinga, sjá til dæmis góða yfirlitsgrein hér.

Einnig hefur J. Teitelbaum hannað mjög árangursríka meðferð við vefjagigt og leikur skjaldkirtilshormón stórt hlutverk þar.  En svo virðist sem að vefjagigtarsjúklingar fái góða lausn frá fjölmörgum leiðindaeinkennum vefjagigtarinnar með því einu að taka skjaldkirtilshormón, þá sérstaklega Armour Thyroid sem er samsett T3 og T4 lyf.  Þetta lyf gefur Teitelbaum þrátt fyrir að sjúklingar nái ekki þeim viðmiðum sem þarf til að greinast með hypothyroid (vanvirkni í skjaldkirtli) heldur er nóg að einkennin séu til staðar.  Hann vill nefnilega meina að blóðprófið sé ekki nægjanlega áreiðanlegt og byggir greiningu sína á einkennum sem hann sér bata við eftir að hafa gefið sjúklingum sínum Armour Thyroid.

Þetta hefur Andrew Weil einnig skrifað um og hann hefur líka séð mikinn bata vefjagigtarsjúklinga við að fá skjaldkirtilshormón.

Hins vegar er nær ómögulegt fyrir vefjagigtarsjúklinga á Íslandi að fá Armour thyroid, það er í fyrsta lagi ekki á markaði en í öðru lagi þá eru læknar svo illa upplýstir að því er virðist um það sem er nýjast og áhrifaríkast.  Það er líka alveg merkilegt að þjónustustétt eins og læknar hafi ekki meir þjónustulund en svo að þeir hlusta ekki á sjúklinginn og pantanir hans.  Einhverjir íslenskir vefjagigtarsjuklingar hafa náð sér í þetta lyf eftir öðrum leiðum t.d. með því að vera í sambandi við erlenda lækna og þessir sjúklingar hafa fengið mikinn bata og hent svefnlyfjum og verkjalyfjum í ruslið þar sem lausnin var önnur og betri með Armour.

Fyrir þá sem vilja kynna sér málið enn frekar þá mæli ég með bók sem ætti að vera skyldueign allra vefjagigtarsjúklinga: From fatigued to fantastic. A clinically proven program to regain vibrant health and overcome chronic fatigue and fibromyalgia. Bókina má t.d. panta af Amazon.


Auglýsingar

Um Dagdreymir
Dagdreymir er áhugakona um heilsusamlegan lífsstíl s.s. mat sem lyf fyrir líkama og sál, bætiefni, íþróttir og lausnir frá vefjagigt. Dagdreymir er líka forfallinn bókaormur, félagsfræðingur, ADHD-skvísa, femínisti, AA-pía, móðir, nörd, kjaftfor og hreinskilin með rokkstjörnudauma….. alveg svakalega viðutan og dagdreymin………………..

2 Responses to Vefjagigt og skjaldkirtilshormón

  1. Harpa Hildiberg says:

    Ég sem vegja og skjaldkirtilssjúklingur er ekki að losna við neina verki þeir eru alveg jafn miklir nú sem áður og er ég búin að vera á Armour í hálft ár :/ en kannski þetta hjálpi þeim sem eru eingöngu með vefjagigtina!

    • Dagdreymir says:

      Já, svo er líka alltaf misjafnt hvað hentar okkur. Mestu máli skiptir er að við fáum að prófa alls konar leiðir og mætum ekki hindrunum eða skilningsleysi í heilbrigðiskerfinu. Vona að þú finnir betri lausn 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: