Dirty Dozen Rule #1

#1.  Borðaðu margar litlar máltíðir yfir daginn – jafnvel þótt það henti ekki þinni dagskrá.

Ef þú fylgir ekki reglunum 12 þá munu slæmir hlutir henda þig og þú munt ekki ná árangri á heilsubrautinni – NOT.

Kenningin er sú að þú getir misst fitu og stjórnað hungri og orku með því að éta margar litlar máltíðir í stað tveggja eða þriggja stærri máltíða.  Þetta er hægt að fara með út í öfgar eins og Pilon, bls 9. bendir á varðandi vaxtarrræktarmenn sem éta á nóttunni líka; próteinslurkur á þriggja tíma fresti svo þeir tapi ekki vöðvamassanum sínum. Árátta/þráhyggja?????

Veruleikinn er hins vegar sá að getan til að missa fitu er tengd því hve mikið er étið en ekki hversu oft.  Það á enginn að vera með sektarkennd eða í kvíðakasti yfir því að ná ekki að éta sex sinnum á dag.  Hver og einn á auðvitað að setja máltíðir sínar niður á þann hátt sem hentar honum og hans dagskrá innan þeirra marka sem hitaeiningaáætlunin leyfir. Þegar kemur að hungri hafa rannsóknir sýnt að það er ekki hvatinn að baki fæðuvals okkar.  Þannig að margar máltíðir skipta ekki máli hvað varðar hungur.  Það er auðvitað ekkert að því að éta margar litlar máltíðir á dag ef það passar í daglegar venjur en þráhyggja og stress yfir því að tímasetja máltíðir er líklega verra fyrir heilsuna.  Það er bara ekkert svo mikilvægt að éta svona oft.

Þetta er inntakið í umfjöllun Pilon, bls. 9-10 um fyrstu regluna.

Mér finnst þetta mjög þörf og góð hugvekja og þeir sem ekki hafa rými eða vilja til að láta daginn sinn snúast um mat og tímasetningar á máltíðum eru ekki heilsulúserar.  Það má líka benda á það í þessu samhengi að ætlaðir matarfíklar, bæði í GSA og OA, borða yfirleitt þrjár vegnar og mældar máltíðir yfir daginn.  Það er ekki til að stýra hungri eða orku, einfaldlega til að draga úr sífelldum hugsunum um mat.

Það er fáránlegt að vera svo heltekinn af mat að það raski daglegum venjum, svefni og samskiptum.  Það deyr enginn úr hungri frá morgunverði fram að hádegismat og enn síður á nóttunni.  Það missir heldur enginn vöðva á þeim klukkutímum sem fara í svefn, sjá greinargóða umfjöllun um nákvæmlega það efni í EatStopEat þar sem vísað er til ritrýndra heimilda um málið. Enda voru blessaðir vaxtaræktarkapparnir sem éta yfir nóttina ekki að gera sér neinn greiða.  Það er best að gúffa ekki í sig síðustu 3-4 tímana fyrir svefn til þess að fá vaxtarhormónainnspýtinguna sem á sér stað um klukkustund eftir að við sofnum.  Ástæðan, jú insúlínið þarf að vera lágt til að vaxtarhormónin fari af stað.

Auglýsingar

Um Dagdreymir
Dagdreymir er áhugakona um heilsusamlegan lífsstíl s.s. mat sem lyf fyrir líkama og sál, bætiefni, íþróttir og lausnir frá vefjagigt. Dagdreymir er líka forfallinn bókaormur, félagsfræðingur, ADHD-skvísa, femínisti, AA-pía, móðir, nörd, kjaftfor og hreinskilin með rokkstjörnudauma….. alveg svakalega viðutan og dagdreymin………………..

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: