Stuðandi en frelsandi – The Dirty Dozen: Intro

The Dirty DozenAllir sem hafa verið í heilsufarslegum pælingum hafa heyrt um ,,reglurnar“ sem móta lykilinn að heilsusamlegu líferni.  Dæmi ,,borðaðu margar litlar máltíðir“ og svo ,,reglurnar“ um ,,fyrir, – á meðan, og – eftiræfingu máltíðirnar“.  Ennfremur ,,haltu matardagbók, passaðu tímasetningar máltíða“ og svo endalaust framvegis.

Fyrir marga hafa einmitt þessar ,,reglur“ orðið til þess að ekki tókst til við að breyta um lífsstíl þar sem þessar ,,reglur“ hentuðu engan vegin daglegu lífi og starfi.  Upplifun viðkomandi var sú að vera ,,heilsulúser“ og tilraunir til að bæta lífsstíl og líðan voru yfirgefnar.

Það sem er hins vegar svo stuðandi en um leið frelsandi fyrir þá sem annað hvort eru í fangelsi þessara reglna eða hafa ekki getað staðið undir þeim, er sá sannleikur að þær eru ,,factioids“ (datt ekki í hug og fann ekki góða íslenska þýðingu) sem þýðir að þær eru ekki staðfestur sannleikur. Í raun eru þetta bara óvísindalegar ábendingar og ekki neinar reglur í raun og veru.

fac·toid (fāk’toid)

noun

1. A piece of unverified or inaccurate information that is presented in the press as factual, often as part of a publicity effort, and that is then accepted as true because of frequent repetition: „What one misses finally is what might have emerged beyond both facts and factoids—a profound definition of the Marilyn Monroe phenomenon“ (Christopher  Lehmann-Haupt).

Ég hef verið að skoða EatStopEat bókina og er búin að taka eina góða safaföstu sem gekk vel og ég hef ákveðið að gera þetta 1-2 sinnum í viku í júní og júlí og taka svo lengri föstu í ágúst.  Þetta gerir mér líklega mjög gott, sérstaklega varðandi vefjagigtina og grun minn um að hún sé mikið til vegna fæðuóþols sem ég hef ekki almennilega áttað mig á. En allavega þá rakst ég ég aðra bók eftir Brad Pilon sem samdi EatStopEat sem hluta af framhaldsnámi sínu í næringarfræðum.  Sú bók heitir The DIRTY DOZEN. The twelve most obsessive compulsive eating habits and how to break them.  Hún fjallar um þessar reglur sem hafa dúkkað upp í meginstraumsumræðunni um heilbrigðan lífsstíl og hvernig þær geta snúist í andhverfu sína; frá því að vera ábending sem gæti hentað sem verkfæri á heilsuvegferðinni í það að verða áráttu og þráhyggjuröskun varðandi mat og viðtekin sem heilagur sannleikur.

Þetta hefur Pilon að segja um þessar reglur í The Dirty Dozen:

,,But you, me and most other people will eventually learn to accept a factoid as truth simply because we are being exposed to it over and over again. Ridiculous isn’t it?! (Pilon, bls.6).

„Here is the major problem with these rules – On their own they are absolutely harmless, however when they become the center of an obsessive style of eating, they can make your life extremely difficult putting stress on your relationships and even your career.“ (Pilon, bls.7).

,,They under‐deliver on their weight loss promises. And to make matters eve worse, they are typically reinforced with scare tactics and stories about how if you DON’T follow these rules bad things will happen to your health. So you feel like you have no choice but to keep using them and follow them even more strictly. You would never assume the rules could be wrong (after all they ARE rules) so the obvious answer is that you simply didn’t try hard enough.“ (Pilon, bls. 4).

Þetta er nefnilega það sem þessar ágætu reglur hafa í mörgum tilfellum áorkað: fráhvarf einstaklinga frá því að reyna að bæta lífsstíl sinn vegna þess að þeim hentar ekki að fylgja því sem þeim hefur verið talin trú um að sé nauðsynlegt til að ná árangri á heilsubrautinni.  Þær eru líka þeim sem fara eftir þeim á óbilgjarnan og ósveigjalegan hátt jafn mikið fjötur um fót og önnur fíkn er sínum fíklum.  Venjulegar manneskjur sem hafa nóg að sýsla en vilja lifa heilbrigðum lífsstíl, þurfa að breyta lífsmynstri sínu heilmikið og oft fórna eðlilegum samskiptum við fjölskyldu og vini til að halda reglurnar heilagar.  Gott dæmi er manneskjan sem mætir með Tupperware-boxið í saumó, afmæli og önnur boð.  Eða sú sem getur ekki mætt á skyndifund í vinnunni af því að hún þarf að vera að borða akkurat þegar fundurinn er.  Ég hef kynnst svona fólki og mér finnst það leiðinlegt.  Það er æðislegt að vera með járnvilja og staðfestu í að ná árangri; það er sko til þannig topp íþróttafólk í mörgum greinum en ósveigjanleikinn finnst mér hálfvitalegur sérstaklega í ljósi þess að hann hindrar þátttöku í lífinu.  Fyrir utan að mér finnst það dónalegt að mæta með nesti í veislur þar sem gestgjafinn hefur haft fyrir matargerð.

,,Before you know it you are weighing your food, counting calories, avoiding social functions, keeping a food diary, keeping lists of good and bad foods and spending all of your time thinking and obsessing about what you are going to eat next. It is a destructive cycle that is caused by putting too much faith in the ‘magic’ behind food, and one that creates a life imprisoned by food rules. I’m not saying that following a very regimented style of eating can’t cause weight loss (it can), I’m simply saying it’s not the ONLY way, and is definitely not the EASIEST way.“ (Pilon, bls. 7.)

Dagdreymir hefur kynnst svona öfgahugmyndafræði frá þjálfurum sem hún hefur ráðið til að hjálpa sér við að komast aftur í form og taka kílóin af.  Einn þjálfarinn sem er mjög vinsæll var mjög öfgafullur hvað varðaði máltíðafjölda og vildi að Dagdreymir æti 6 sinnum á dag með 2-3 tíma millibili.  Slíkt hentaði Dagdreymi mjög illa þar sem hún er ekki ein í heiminum og á stóra fjölskyldu sem í eru einstaklingar með ýmsar sérþarfir og svo var það vinnan og skólinn.  Ef Dagdreymir væri forseti eða viðskiptajöfur væri auðvitað manneskja í vinnu við að elda og tímasetja máltíðir fyrir Dagdreymi og hennar fjölskyldu en það var ekki svo gott.  Í fjóra mánuði eyddi Dagdreymir kvöldunum sem hún hefði átt að nota í að læra og sinna börnunum sínum í að elda máltíðir næsta dags og daga í tupperware-box.  Dögunum eyddi hún svo í að pína ofan í sig mat sem innihélt svo mikið prótein að ég fæ enn velgju við að hugsa um það.  Það var nefnilega líka þannig að fyrir utan fáránlegan máltíðafjöldann þá átti ég líka að éta prótein í hverri máltíð.  Það hentar örugglega rosalega vel þeim sem éta kjöt og fisk en ég borða ekki kjöt og vil ekki borða fisk á hverjum degi hvað þá mörgum sinnum á dag.  Próteinduft mátti bara borða 2 sinnum á dag.  Þetta var ekki uppskrift að varanlegri lífsstílsbreytingu og gekk á margan hátt mjög gegn því sem ég hafði lært um næringu.  Til dæmis var þjálfarinn og reyndar hinir tveir líka sem ég hef ráði mjög meðmæltir gerfismjöri í stað venjulegs, alls konar nælonefnum til bragðbætingar s.s. dropum í mat, nælon rjóma, gerfisættu jógúrti og skyri í stað raunverulegs sykurs.  Það er alrangt að mæla með transfitu og gerfisætu tel ég og finnst það augljóst að raunverulegur matur hlýtur alltaf að vera betri kostur en gerfidrasl.  Það þarf ekki að lesa mikið af rannsóknum til að sjá að svoleiðis nælon efni eru ekki fullkomlega og á óyggjandi hátt skaðlaus.

En eins og Pilon segir þá er veruleikinn hins vegar oftar en ekki:

,,I guess as long as you have 6‐pack abs and some muscle people will listen to you no matter how ridiculous and far‐fetched your ideas about food and nutrition might be. So the average person is left with nutrition advice that is the semi‐watered down version of what was popular in the bodybuilding and fitness industry 5 years ago.“ (Pilon, bls. 4-5).

Reglurnar ógurlegu eru þessar tólf og ég ætla að gera sér færslu um hverja og eina þeirra á næstu dögum/vikum.

Hin ótuktarlega tylft áráttu- og þráthyggju átvenja, Pilon, bls. 8.

 1. Að éta margar litlar máltíðir hvern dag – jafnvel þó það henti ekki dagskránni þinni.
 2. Að drekka grænt te til að brenna fitu.
 3. Að drekka 8-10 glös af vatni á dag.
 4. Fyrir-, á meðan- og eftir æfingu næring.
 5. Að oféta ,,heilsufæði“.
 6. Að leyfa sér eina svindlmáltíð á viku.
 7. Borða til að viðhalda vöðvamassa.
 8. Að forðast heilufæðuflokkana.
 9. Halda matardagbók.
 10. Að láta fæðuvenjurnar vera mikilvægasta þátt hvers dags.
 11. Þráhyggja yfir tímasetningu máltíða.
 12. Mataræðið skilgreinir hver þú ert.
Auglýsingar

Um Dagdreymir
Dagdreymir er áhugakona um heilsusamlegan lífsstíl s.s. mat sem lyf fyrir líkama og sál, bætiefni, íþróttir og lausnir frá vefjagigt. Dagdreymir er líka forfallinn bókaormur, félagsfræðingur, ADHD-skvísa, femínisti, AA-pía, móðir, nörd, kjaftfor og hreinskilin með rokkstjörnudauma….. alveg svakalega viðutan og dagdreymin………………..

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: