Skúffukaka

Þessi skúffa er fín fyrir krakkaafmæli, sjálfsítroðslu, mútur og vinsæl meðal strákanna minna. Hún rennur ljúflega niður hjá þeim og félögum þeirra með ískaldri mjólk.  Þessi uppskrift gefur 4 form í stærð 31×21 (til í Bónus) eða tvær þunnar skúffur.

Athugið að þessi er ekki holl fyrir alvarlega offeita eða sykursjúka, ég skal pósta meira viðeigandi köku fyrir þann flokk síðar.

 • 350 g smjör, bráðið (ath. ég nota ekki smjörlíki, aldrei!)
 • 750 g hveiti
 • 800 g (púður)sykur
 • 3 tsk lyftiduft
 • 1 tsk matarsódi
 • 8 msk kakó
 • 5 egg
 • 6 dl (súr)mjólk

Í bollamáli geri ég svona, þetta er helmingi minni uppskrift en gerir sama gagn!

 • 150 g smjör eða 1/4 bolli kókosolía
 • 2 bollar hveiti
 • 1,5-2 bollar (púður)sykur
 • 2 tsk lyftiduft
 • 1/4 bolli kakó
 • 3 egg
 • 1 bolli (súr)mjólk

Öllu hent í hrærivélarskál í 5-8 mínútur og svo hellt í smurð form, ég nota reyndar sprey.  Hvert form er bakað í 25 mínútur.  Skúffuna baka ég í 175°C í 30-35 en þetta er mismunandi eftir ofnum.  Bara prófa sig áfram.

Kremið – ég mæli með 10 km hlaupi eða öðru workáti meðan kakan bakast (kannski gellunni sem másar svo sexy og sætt á Pressunni eða más-drottningunni  þetta er hitaeiningarík kaka svo ekki sé meira sagt!

Kremið er einfaldega þeytt í hrærivélarskál þannig að smjör, kakó, vanilla og eggjarauða þeytist fyrst, flórsykurinn útí og svo sjóðandi vatnið.

 • 200 g smjör, mjúkt
 • 1 msk kakó eða 2 msk swiss miss
 • 2 tsk vanilludropar
 • 1 eggjarauða
 • 1 pakki flórsykur, meira eða minna ef þú vilt
 • 1-2 msk sjóðandi heitt vatn.
Auglýsingar

Um Dagdreymir
Dagdreymir er áhugakona um heilsusamlegan lífsstíl s.s. mat sem lyf fyrir líkama og sál, bætiefni, íþróttir og lausnir frá vefjagigt. Dagdreymir er líka forfallinn bókaormur, félagsfræðingur, ADHD-skvísa, femínisti, AA-pía, móðir, nörd, kjaftfor og hreinskilin með rokkstjörnudauma….. alveg svakalega viðutan og dagdreymin………………..

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: