Túrmerik

Virka efnið í túrmerik er curcumin.  Túrmerik hefur verið notað lengi sem krydd og fæðubótarefni þ.e. lyf í alþýðulækningum.  Nýlegar rannsóknir hafa hins vegar bent til þess að virkni þess sé markverð til lækninga og/eða forvarna.  Til dæmis er verið að kanna virkni þess varðandi Alzheimers, krabbamein, gigt og fleiri sjúkdóma.

Í Ayurveda lækningum hefur túrmerik verið notað gegn bólgusjúkdómum en mikilvægt er að athuga að svartur pipar tvöþúsundfaldar virkni túrmeriks og því er mjög mikilvægt að nota þessi krydd saman þegar eldað er.  Enda er það svo í matargerð; bæði indverskri og svo grænmetisréttum sprottnum úr þessum jarðvegi að best er að steikja laukinn fyrst uppúr olíu og þar næst setja kryddin saman við.  Túrmerik er ekki aðeins bólgueyðandi heldur einnig andoxandi. Í Ayurveda fræðunum er túrmerik einnig notað við magaóþægindum og sótthreinsun og gróandi á húð.  Það er notað í t.d. sólarvörn.

Hér eru nokkrar ástæður fyrir því að bæta túrmeriki í matarvenjur sínar:

 • Það er náttúrulega bakteríu og sýkladrepandi, gagnlegt til að sótthreinsa skurði og bruna..
 • Þegar það er haft með blómkáli hefur það sýnt eiginleika tila ð koma í veg fyrir og stöðva blöðruhálskrabbamein.
 • Það hefur komið í veg fyrir að brjóstakrabbi færist yfir í lungu músa.
 • Getur komið í veg fyrir sortuæxli og valdið því að frumur í sortuæxlum deyi.
 • Dregur úr hættunni á hvítblæði barna.
 • Er náttúrulegur detoxer fyrir lifrina.
 • Getur komið í veg fyrir og hægt á Alzheimers.
 • Er öflugt bólgueyðandi efni og virkar jafn vel og mörg bólgueyðandi lyf en án aukaverkana.
 • Hefur lofað góðu við að hægja á framgangi MS í músum.
 • Er náttúrulegt verkjalyf og cox-2 hemjari.
 • Getur ýtt undir við efnaskipti fitu og hjálpað við þyngdarstjórnun.
 • Hefur lengi verið notað í kíonverskum lækningum sem þunglyndislyf.
 • Er vegna bólgueyðandi eiginleika sinna náttúruleg meðferð við gigt og liðagigt.
 • Getur hjálpað við meðferð psoriasis og annarra bólgusjúkdóma í húð.

Túrmerik er líka gott og ég nota það í nær alla mína grænmetisrétti. Það má lesa t.d. um túrmerik í bók Suzanne Somers (2008) Breatktrough. Crown Archetype.

Auglýsingar

Um Dagdreymir
Dagdreymir er áhugakona um heilsusamlegan lífsstíl s.s. mat sem lyf fyrir líkama og sál, bætiefni, íþróttir og lausnir frá vefjagigt. Dagdreymir er líka forfallinn bókaormur, félagsfræðingur, ADHD-skvísa, femínisti, AA-pía, móðir, nörd, kjaftfor og hreinskilin með rokkstjörnudauma….. alveg svakalega viðutan og dagdreymin………………..

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: