Efalex og Efamol

Mæli með þessu tvennu;

  • Efamol, já ég veit f*** dýrt en fyrir mig algjörlega þess virði, dregur úr vefjagigtareinkennum, sérstaklega verkjum og heilaþoku.  Plús þessi elska slær á PMS einkenni.
  • Efalex, gef þetta krökkunum og þeir finna mun hvað varðar einbeitingu.

Þessar fitusýrur eru alveg bráðnauðsynlegar, sérstaklega þar sem fólk í dag borðar lítinn fisk sem er jú alveg sérlega góður omegagjafi en þessar bætiefnablöndur eru einnig með kvöldvorrósarolíu og fleiri góðum olíum en í mismunandi hlutföllum og það eru til fleiri tegundir frá þessu merki.

Ég held t.a.m. að ég sem er með ADHD hafi búið vel að því að vera alin upp í sjávarplássi á síðasta fjórðung síðustu aldar; ég hef aldrei borðað kjöt en mikinn fisk og hann var oft í matinn, mjög, mjög oft – bæði siginn, saltur, soðinn, reyktur, og allra tegunda kvikindi úr hafinu að ógleymdum sardínunum sem ég stappaði ofan á brauð í tonnavís.  Þarna fór fram lyfjagjöf við ADHD einkennunum enda kom berlega í ljós þegar ég fór að heiman í framhaldsskóla að einkennin jukust aðeins.  Enda voru það aðallega bara blessaðar sardínurnar sem rötuðu í mallakútinn og heilanúðluna á þeim árum.  Nú er ég meðvitaðri og ég finn muninn af því að taka omega og þegar ég sleppi því.

En þetta er ekki fullsannað ennþá þó ýmislegt bendi í þessa átt.  En það tapar enginn á að reyna!

Auglýsingar

Um Dagdreymir
Dagdreymir er áhugakona um heilsusamlegan lífsstíl s.s. mat sem lyf fyrir líkama og sál, bætiefni, íþróttir og lausnir frá vefjagigt. Dagdreymir er líka forfallinn bókaormur, félagsfræðingur, ADHD-skvísa, femínisti, AA-pía, móðir, nörd, kjaftfor og hreinskilin með rokkstjörnudauma….. alveg svakalega viðutan og dagdreymin………………..

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: